Eimreiðin - 01.07.1936, Síða 108
324
BRÉF ÚR MYRKRI
EIMRBIÐIN
og mælti: »Þú liefur lirapallega brugðist trausti mínu, Mám
karlsson, og hér geturðu ekki verið lengur og leikið þér nieð
Sól dóttur minni. Þú hefur syndgað. Hér eftir skalt þú ætíð
hverfa úr kóngsríkinu, þegar sól er á ferli, en þegar sól er
gengin til hvílu, máttu fara um ríkið. Þú skalt þá fara uin
ríkið og leita hennar. En ef þú verður ekki horfinn áður en
luin bregður blundi og rís úr rekkju, skalt þú blikna og fölna
— eins og þú nú bliknar« —.
»Er ekki sagan lengri«, sagði Bi, eflir litla þögn.
»Nei«, sagði Björn, »hún er ekki lengri«.
Lampinn suðaði yfir borðinu, og það brakaði í ofninuW-
Sýslumaðurinn var ekki lieima, en presturinn og prestskonan
voru komin. Þau eru bæði ung og glöð. En hvað það vai
leiðinlegt, að sýslumaðurinn var ekki heima, sögðu þau. Þau
komu að gamni sínu í kvöld, sögðu þau. Veðrið var svo g°lt
og færðin. —
Leyndardómar?
Já, þeir eru margir til, stórir og smáir. Einn af þeim var sa,
að Björn, þessi siðprúði ungi maður, átti konjaksflösku,
þrem stjörnum og blárri liettu. Þessi prúða flaska var geym^
í koffortinu lians og kom í dagsins ljós, einmitt þenna ðag,
þegar sýslumaðurinn fór í þjófaleitina. Veizlan stóð í lierbeig'
inu mínu síðari hluta dagsins. Kvæði voru lesin gömul og nV>
eins og gengur. Svo komu blessuð prestshjónin handan yfir ana-
»Trúið þér á kraftaverk?« sagði ég við prestinn, forinála-
laust, þegar ég hitti hann. Hann varð dálítið hvumsa við»
eins og vonlegt var.
»Eg trúi að kraftaverk liafi skeð«, sagði hann.
»T. d. sögunni um það, þegar ísraelsmenn gengu þurt
ána Jórdan og fleiri vötn?« sagði ég. »En heyrið þér kælU
elskulegi prestur! Haldið þér að þér gætuð þannig geng1
þurfóta yfir á? Gengið á vatninu?« — Hann svaraði ekki stia^>
var auðsjáanlega undrandi yfir mér. Hann vissi ekkert 11111
konjakið, blessaður.
Kona hans svaraði: »Auðvitað, við gengum seinast yfir ;,IU|
núna á ísnum«, og liló. Ég hló líka. — »Alt af sést það«, sa»
ég, »að það er betra að vera tvöfaldur en einfaldur. Nú s1íl1
aði betri helmingurinn«.