Eimreiðin - 01.07.1936, Side 112
328
BHÉF ÚR MYRKRI
eimreiðin
Ég þagði dálítið við. »Auðvitað komið þér okkur Gunnu
báðum í hálfgerð vandræði með þessu«, sagði ég, »eða rétt-
ara sagt, ég hef gert það með klaufaskapnum — en«, ég brosti
vandræðalega. — »Blessaðir hættið þér þessu«, sagði hun,
»og verið þér ekki að reyna að koma Guðrúnu inn í yðai
mál. Það er ekki rétt. Þér þektuð mig, vissuð að það var eB,
sem beið eftir yður í myrkrinu. — Af hverju viljið þér aldrei
vera einlægur?« Hún var áköf, hún rétti að mér hendina. Gg
hallaði mér aftur á bak i stólnum.
»Hamingjan veit að ég vil vera einlægur«, sagði ég, »en e°
má ekki vekja barnið«.
»Barnið?«
»Já, barnið«, sagði ég og réri fram og aftur á stólnunn
sbarnið, sjáið þér ekki, íinnið þér ekki barnið, sem ég held
á í fanginu? Sjáið þér ekki hvað ég fer varlega með þuð>
liægt og liljótt, vagga því, syng við það »Bí bí og blaka«>
»Sofðu sofðu góði« og fleiri ljóð ? Dag og nótt, nótt og dag>
til þess að það sofi rótt —«
Ég réri fram og aftur á stólnum.
Varð hún ekki undrandi? — Nei.
»Ég skil yður líklega ekki«, sagði hún, »þér eruð ókunn
ugur, gestur eitthvað utan úr lieimi. En þó finst mér ég þekkju
yður afarvel«. Hún talaði nærri því í hálfum hljóðum.
Var ég maður, þegar ég kom að Hóli? Nei, ég var skugg1’
sem reikaði hvíldarlaust um jörðina og leitaði að ljósi, til a
finna sér stað. Skuggi sem livarf í myrkrið, sem yfirgnadð1
hann. Irmelín, Irmelín! Þú gætir rolið dimmuna og þögnn'a-
En ég sagði: »Eg þakka yður fyrir að þér hafið verið vinui
minn þenna tíma, sem ég hef verið hér hjá yður, og 11
gefið mér margl«.
»Þér!« sagði hún og hælckaði málróminn. Svo hvislu
hún: »Þér halið vakið, vakið alt það góða — alt það ^ r
sem ég á«. — »Irmelín«, sagði ég og hallaði mér áfram snoBo
lega, óttasleginn, titrandi. — »Segið þér það ekki« ^lUI1
hélt áfram: »Og ég vil heldur vaka, eins og ég nú vaki, eI1
sofa til eilífðar, eins og ég svaf. Því þótt það sé kvöl, Þa el
það þó líka svo óendanleg, óumræðileg sæla að elska, eIIlS
og ég elska yður«.