Eimreiðin - 01.10.1937, Qupperneq 48
392
MARÍA LEGST Á SÆNG
• eimreiðin
»Það lield ég að hann liali nasasjón af henni; það bj'st ég við.
Hann gaf mér heldur óhýrt auga nýlega við kirkju, sýndist mér.«
»Já«, svaraði María. »Það er nú svo, að ilt augnaráð er í
rauninni eitrað eins og líka hýrt augnaráð er til blessunar,
og mikil þörf á því, þegar dimt er uppi yfir. En veiztu það,
Björgólfur, að þinn svipur hefur þyngst og þitt yfirbragð
ljótkað síðan óvildin kviknaði milli ykkar nágrannanna? Og
sérstaklega hefur einskonar skuggi færst á andlit þitt, síðan
þú kærðir Eyjólf. Það er ilt að fóstra haturs-orm í hjartanu
og þeim verst, sem ber hann, elur hann. Það er hræðilegt
að hafa þann eitursnák innanbrjósts«.
Björgólfur gekk að spegli, sem var á baðstofuþili og leit í
liann. »Ójá! maður er svona hálfgrár í frarnan, en ekki dökk-
ur eða svoleiðis, ekki svartur á svipinn«.
María hagræddi eldinum. »Er ekki hægt að afturkalla
kæru?« Hún sagði þetta í hálf-vandræðalegum rómi — og'
kastaði spurningunni um öxl sér.
»Jú, það er auðvelt«, svaraði Björgólfur. »En maðurinn er
sekur; hann stal valsungunum úr mínu landi. Hann er þjóf-
ur og ræningi. Og hann hefur svo að segja veitt ánni yíb'
mig og þig og á að hitta sjálfan sig fyrir«.
»Valurinn er ykkar beggja, stundum er hreiðrið hans
megin, stundum þín megin. Þú hefur aldrei notað þér egg’
eða unga, þegar þín megin var hreiðrið. Þessi ákæra er
vondur hé-gómi«. María var í uppnámi og gekk að rúim
sínu, tók ofan af undirsænginni og bjó um.
Húsbóndinn litaðist um. »Er komið að háttatíma, María,
— á þessum tíma dags?«.
»Þinn háttatími er, þegar þér þóknast, minn þegar kalfió
kemur. Og nú er það komið. Það er líka hægt að flýta fyrb'
því kalli«.
»Ég — ég bjóst ekki við þessu, ekki fyrr en um eða eftfi'
áramót«.
»Það skiftir engu máli við hverju þú hefur húist. En þaÓ
kann að.skifta máli, að ég varð að gegna útiverkununi i
gær og dag og svo geðrótið. En tölum nú ekki um sakirnar
meira, nóg er komið af svo góðu og meira en nóg . . .«
Baðstofuhurðin marraði á hjörunum og laukst upp. Hjónin