Eimreiðin - 01.10.1937, Síða 50
394
MARÍA LEGST Á SÆNG
EIMREIÐIN
Nú er frá Ejrjólfi að segja.
Hann var vel ríðandi að því leyti, að liestur hans var
traustur, en gatan var krákustígur l'remur en vegur. Hófar
og vatnsrensli höfðu um liana fjatlað frá landnámstíð, og
mislynd veðrátta feykt ryki í liana og úr henni, sitt á
livað. Steinar stóðu út úr götubörmunum hér og þar og á-
reittu fótleggi hestsins, og snyddur stungust upp í hóftung-
urnar, og skeifur skripluðu á hnöllungum. Bugður og sneið-
ingar seinkuðu förinni. Yfir heiði var að sækja og þó ekki
bratta. En hesturinn var fimur í limaburði og fastur á fót-
um, sótti i sig veðrið og drýgði fjörsporið, eftir því sem
reiðin lengdist. Eftir tveggja tíma ferð var staðar numið
við bæjardyr Bjargar yfirsetukonu, og var þá dagsglóran
dvínuð.
Eyjólfur kvaddi hurðar, og kom liúsbóndi til dyra. Komu-
maður spurði eftir Ijósmóður. Maðurinn strauk sig um enn-
ið. »Hamingjan hjálpi nú upp á sakirnar, hún er í bólinu og
tekur ekki á heilli sér, eymsli og slepja eins og gerist og
gengur um kvenfólk. En samt er hún vön að rísa upp, þeg-
ar hún er sótt til sængurkvenna. Við sjáum nú til, og á
hana verður að kvaka. Gefðu hestinum tuggu við fjóshlöðu-
dyrnar og gaktu svo í bæinn«. —
Björg ljósmóðir var roskin kona, feitlagin og taugaveikluð,
ólærð, en svo heppin, að hvert handtak hennar blessaðist,
sem svo var kallað. Hún var gædd þeirri alúð í viðmóti, að
hver og ein sængurkona treysti henni og varð vongóð, þegar
Björg hafði lieilsað henni og lagt hendur yfir hana. Nú þeg-
ar nauðsyn kallaði, spratt hún á fætur og týgjaði sig í skyndi,
var ferðbúin eftir liálfa klukkustund og komin út á hlað.
Bóndi hennar fylgdi að bakþúfu og lyfti henni í söðulinn;
því að skifti voru höfð á hnakk og kvensöðli. Húsbóndinn
hélt á ljóskjmdli í hendi og fj'lgdi að túngarðshliði. Hann
bauð að lána Ijósfærið. »1 þessu náttmyrkri er götuskömmin
ósýnileg, og þú verður, Ej'jólfur, að ganga á undan og lýsa
eftir stígnum«.
Ej'jólfur hálf-hló: »Hesturinn minn sér í myrkri og er o-
vanur ljóstýru; ekki geng ég á undan honum, hann verður
að rata og ráða ferðinni, sá grái, og við Björg löfum á lion-