Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1937, Page 72

Eimreiðin - 01.10.1937, Page 72
416 NONNI ÁTTRÆÐUR eimbeiðin föðurnum. Frú Sigríður var ímynd hinnar góðu og ástríku móður, sem einungis helgar sig uppeldi harna sinna og ann þeim hugástum. Með umhyggju og mildi, samfara móður- legum strangleika, vakir hún yfir sérhverju fótmáli þeirra og gerir aðeins það, sem hún hyggur vera þeim fyrir beztu. Fru Sigríður var kona guðhrædd mjög og gerði alt sitt til þess að hafa áhrif á börn sín í þá átt. Verður ekki annað sagt en að henni hafi tekist það í ríkum rnæli. Hlýtur hverjum og einum að renna til rifja, sem les síðustu áminningar hinnar guðhræddu móður, þegar Nonni yfirgefur hana og heldur af stað til ókunnra landa. Það er ekki lítil fórn, sem þessi þreklundaða kona færir, að senda barn sitt þannig frá sér út í óvissuna, vitandi vel, að svo kunni að fara, að hún líti hann aldrei framar í þessu lífi. F'rásögn síra Jóns um skiln- aðarstundirnar og seinustu dagana, sem hann dvelur á æsku- stöðvum sínum, eru svo áhrifamiklar og hugnæmar, að ó- hætt mun mega fullyrða, að þær séu eitt af því bezta, sein ís- lenzkar bókmentir hafa upp á að hjóða. Skilningurinn á sál- arlífi unglingsins og tilfinningum móður hans er svo næm- ur, að furðu gegnir. — Þetta innilega samband milli þeirra mæðgina hélzt alla æfi, þrátt fyrir það þótt þau væru svo fjarri hvort öðru. Um þetta kemst hann svo að orði:1) „Þeg- ar ég misti Manna litla og elsku móður mína, var ég sviftur þeirri jarðnesku huggun, sem ég mest gat treyst. Óhugsandi er, að jarðnesk ást geti verið hreinni og sterkari en sú, sem ég bar til þeirra.“ Og svo bætir hann við: „Það er vonin ein — um að fá að líta þau aftur í æðra heimi, sem veitir mér styrk.“ Kemur þarna fram hin einlæga trú, sem svo mjög ein- kennir öll skrif síra Jóns. — Fám árum eftir að þeir Manni voru horfnir af landi hurt, fluttist frú Sigríður til Vestur- heims og settist að í Kanada. Þar andaðist þessi góða kona i hárri elli hinn 31. dag marzmánaðar 1910. Dvaldist hún lengst af á heimili Friðriks sonar síns í Winnipeg, sem ávalt reyndist henni hinn bezli sonur. — Þeim hjónum varð alls 8 harna auðið. Þegar Sveinn féll frá, voru aðeins 5 þeirra á lífi, 3 drengir og 2 stúlkur. Var hið elzta þeirra, Bogga, á 16. ári, en hið yngsta aðeins á þriðja ári. Hin þrjú létust öll 1) Nonni og Manni: í niðurlagi sögunnar „Nonni og Manni fara á sjó.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.