Eimreiðin - 01.10.1937, Síða 72
416
NONNI ÁTTRÆÐUR
eimbeiðin
föðurnum. Frú Sigríður var ímynd hinnar góðu og ástríku
móður, sem einungis helgar sig uppeldi harna sinna og ann
þeim hugástum. Með umhyggju og mildi, samfara móður-
legum strangleika, vakir hún yfir sérhverju fótmáli þeirra og
gerir aðeins það, sem hún hyggur vera þeim fyrir beztu. Fru
Sigríður var kona guðhrædd mjög og gerði alt sitt til þess
að hafa áhrif á börn sín í þá átt. Verður ekki annað sagt en
að henni hafi tekist það í ríkum rnæli. Hlýtur hverjum og
einum að renna til rifja, sem les síðustu áminningar hinnar
guðhræddu móður, þegar Nonni yfirgefur hana og heldur
af stað til ókunnra landa. Það er ekki lítil fórn, sem þessi
þreklundaða kona færir, að senda barn sitt þannig frá sér
út í óvissuna, vitandi vel, að svo kunni að fara, að hún líti
hann aldrei framar í þessu lífi. F'rásögn síra Jóns um skiln-
aðarstundirnar og seinustu dagana, sem hann dvelur á æsku-
stöðvum sínum, eru svo áhrifamiklar og hugnæmar, að ó-
hætt mun mega fullyrða, að þær séu eitt af því bezta, sein ís-
lenzkar bókmentir hafa upp á að hjóða. Skilningurinn á sál-
arlífi unglingsins og tilfinningum móður hans er svo næm-
ur, að furðu gegnir. — Þetta innilega samband milli þeirra
mæðgina hélzt alla æfi, þrátt fyrir það þótt þau væru svo
fjarri hvort öðru. Um þetta kemst hann svo að orði:1) „Þeg-
ar ég misti Manna litla og elsku móður mína, var ég sviftur
þeirri jarðnesku huggun, sem ég mest gat treyst. Óhugsandi
er, að jarðnesk ást geti verið hreinni og sterkari en sú, sem
ég bar til þeirra.“ Og svo bætir hann við: „Það er vonin ein
— um að fá að líta þau aftur í æðra heimi, sem veitir mér
styrk.“ Kemur þarna fram hin einlæga trú, sem svo mjög ein-
kennir öll skrif síra Jóns. — Fám árum eftir að þeir Manni
voru horfnir af landi hurt, fluttist frú Sigríður til Vestur-
heims og settist að í Kanada. Þar andaðist þessi góða kona
i hárri elli hinn 31. dag marzmánaðar 1910. Dvaldist hún
lengst af á heimili Friðriks sonar síns í Winnipeg, sem ávalt
reyndist henni hinn bezli sonur. — Þeim hjónum varð alls
8 harna auðið. Þegar Sveinn féll frá, voru aðeins 5 þeirra á
lífi, 3 drengir og 2 stúlkur. Var hið elzta þeirra, Bogga, á
16. ári, en hið yngsta aðeins á þriðja ári. Hin þrjú létust öll
1) Nonni og Manni: í niðurlagi sögunnar „Nonni og Manni fara á sjó.“