Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1940, Síða 15

Eimreiðin - 01.10.1940, Síða 15
eimreiðin EDDA FINNLANDS 311 þeirra, og þetta hefur komið af stað nokkurskonar pílagríms- ferðum til þeirra staða, þar sem fólk heldur, að þeir hafi átt heiina. Sá vísnasöngvari, sem menn vita einna mest um, •er gáfukonan Larin Paraska. Presturinn Ad. Neovius safnaði kvæðum hennar, spakmælum og gátum, sem síðar var gefið út sértsaklega og löngu síðar en söguljóðið Kalevala. Mennirnir, sem gerðu söguóðinn að opinberri menningar- ■eign, eru þó ekki sérstaklega vísnasöngvararnir, en fyrst og fremst þeir, sem ferðuðust um landið og skrifuðu upp kvæð- in, svo að þau gátu síðar komið út i samhengi. Brautryðj- andinn er Henrik Gabriel Porthan. Með kveri sínu „De poesia Fennica", sem gefið var út í Ábo 1766—1778, vakti hann þjóð- legan rannsóknaráhuga á mörgum sviðum. Lærisveinar hans, G. Ganander og E. Lencquist, fylgdu dyggilega í fótspor hans með rannsóknum sínum á finskri goðsagnafræði. Þetta merki- lega starf féll þó á tímabili niður, vegna nýrra árása á þjóð- ina frá Rússlandi. Baráttan fyrir frelsinu krafðist andlegra °g líkamlegra krafta þegnanna. En þegar stríðinu lauk, tóku nienn á ný með ástundun og elju að draga fram úr djúpi gleymskunnar andlega minjagripi þjóðarinnar. Sá maður, sem þá vann mikið að söfnun hinna gömlu kvæða, var Zacharias Topelius hinn eldri (1781—1831), faðir skáldsins með sama nafni. Hann var læknir í norðurhluta landsins, og á embættis- ferðalögum sínum hitti hann marga gamla vísnasöngvara, sem kunnu urmul gamalla þjóðkvæða. Arftaki Topeliusar á þessu sviði, Elias Lönnrot (1802— 1884), er þó sá, sem mesta frægð hefur hlotið fyrir að safna kvæðunum í Kalevala, og þann heiður á hann með réttu skilið, því starf hans ber ekki aðeins merki djúptækrar ihug- nnar og þekkingar í vali kvæðanna, heldur hafði síðar mikil- Vaeg áhrif á finskt þjóðlíf, þegar kvæðin voru gefin út og urðu Mniennings eign. Elías Lönnrot var af fátækum ættum. En þrátt fyrir það komst hann ungur til menta, og árið 1822 varð hann stúdent 1 Ábo, ásamt tveimur öðrum frægum Finnum, þeim Snell- niann og Runeberg. Elias Lönnrot vildi verða læknir, en jafn- framt læknisfræðinni las hann þjóðvísur þær, sem Topelius hafði safnað. Og þegar Topelius hvatti hann síðar til að halda
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.