Eimreiðin - 01.10.1940, Page 19
eimreiðin
EDD.4 FINNLANDS
315
Móðir Lemminkainens við lik sonar síns.
(Eftir málverki Axels Gallen-Kallela.)
sannur. Hann girnist áslir kvenna, en liann svíkur ástmeyjar
sínar, þegar hann hefur notið með þeim líðandi stundar. Og
fái hann ekki unnið ást þeirra með góðu, tekur hann þœr til
sín með valdi. Þannig farnast honum við Kijlli (þrá óendan-
leikans), sem hæði tunglið, sólin og stjörnurnar hafa sent
biðla til. En ótrygðin hefnir sín altaf í einhverri mynd. Þegar
hann svo fer til Pohjolalandsins (í islenzkum og norskum
æfintýrum kallast það Tröllheimar) og biðlar til hinnar fögru
dóttur skessunnar þar, verður hann fyrst að sýna, hvað hann
getur, ef hann á að vinna ást hennar. Fyrst verður hann að
veiða hjört dauðans og síðan hvítu álftina, sem syndir á ósi
fljótsins, er rennur fyrir utan hlið undirheimanna. En á fljóts-
hakkanum liggur „hinn blindi fjármaður“ í leyni og drepur
hann. Hann heggur Lemminkáinen í smáhluta og kastar hon-
uni í fljótið.
Þótt Lemminkáinen hafi verið lauslátur og sjaldan hlýtt