Eimreiðin - 01.10.1940, Qupperneq 22
318
EDDA FINNLANDS
EIMIIEIÐIN
hlusta. Ekkert gat hjá því
komist að heyra rödd
hans. Upphaf, þróun og
endalok lífsins, alt varð að
leggja eyrun við og hlusta.
Sjálfur risagróður tröll-
heimanna, sem var úr
stirðnuðum steineikum,
varð bljúgur eins og veik-
bygð blóm. Og þannig
yfirvann hann hin illu öf 1-
Með valdi andans frelsaði
hann Sampo, þrátt fyr-
ir ógurlegar víggirðing-
ar, sem voru höggnar i
björg.
En Wáinámöinen og
hetjur Kalevala, sem hann
hafði haft í för með sér,
gættu þess ekki, að hin illu
öfl vildu veita Jieim eftir-
för. Skessan Louhi efldi seið og galdraði storm og þoku. En
þegar þetta hafði ekki mátt á við strengjaleilc söngvarans,
þá tók hún á sig drekaham og flaug á eftir þeim. Hún greip
um mastrið á bátnum og reyndi að hvolfa honum. Þó Ivalevala-
hetjunum hepnaðist að yfirvinna flagðið, töpuðu þær töfra-
kvörninni í stríði þessu. Ivvörnin féll í hafið. Það er ráðn-
ingin á ríkdómi þess. Nokkrir molar af kvörninni bárust
seinna til Kalevalalandsins (Finnlands), og þeir eru
undirstaða hamingju þess, sem altaf mun standast tönn
tímans.
í lok söguóðsins segir frá, hvernig þrá mannsandans eftir
„hærri himnum“ leiðir til nýrra landfunda. Og hið óáþreif-
anlega, nýja landnám þjóðarsálarinnar er kristnitakan í Finn-
landi. Það segir frá þessu þannig, að Marietta fæddi barn,
eftir að hún hafði gleypt krækiber, sem hún fann úti í hag-
anum. Gáfur þessa barns voru eins og nýuppgötvað lögmáh
sem allir urðu að beygja kné fyrir. En gamli Wáinámöinen