Eimreiðin - 01.10.1940, Qupperneq 28
324
IvVÖLD EITT í SEPTEMBER
EIMREIÐIN
— Hvar varstu? spurði hann.
— Hvar var ég? sagði hún hlæjandi. Ég var úti.
En það var ekki þetta svar, sem hann vildi fá, og þess vegna
varð þögn.
Loks sagði hann:
— Dísa mín, það verður ekki lengur hjá því komist, að ég
tali alvarlega við þig, ég er víst búinn að draga það alt of lengi.
Hún hætti að fletta myndablöðunum sínum og leit á föður
sinn með dálítilli forvitni.
Hann hélt áfram:
— Við ei'um að fjarlægjast hvort annað, Dísa mín, og það
er kannske eðlilegt, nú ert þú bráðum fullorðin stúlka. En
mér þykir þú vera farin að vera æði oft að heiman á kvöldin.
Hún hló. Það var þá ekki annað en þetta!
—■ Nei, heyrðu nú, pabbi, ég veit, að þú ert orðinn hræddur
um mig fyrir brezku hermönnunum, en á ég bara að segja
þér eitt? Þær fóru báðar inn á Borgina áðan, Bíbí og Dódó.
En hvað heldurðu, að ég hafi gert? Ég fór beina leið heiin-
Hvað segirðu nú?
—- Nú, og því fórstu heim? spurði hann ósjálfrátt, eins og
þegar börn pexa.
—• Því fór ég heim? Af því að ég fór heim.
—■ Af þvi að þú fórst heim. Ójá.
Þau þögðu nú bæði um stund, og hún fletti blöðunum sínum-
—- Mig hefur lengi langað til að tala dálítið við þig, Dísa
mín, jiað er viðvíkjandi vinkonum þínum.
— Dódó og Bíbí?
— Já, og þó kannske ekki beinlínis.
—■ Nú, hvað þá? Hún var aftur orðin forvitin.
— Ég veit, að þið eruð oft saman.
— Já, við höfum líka lesið saman á veturna, förum saman
út, saman í híó og stundum á Borgina. Mér finst ekki von,
að við getum ævinlega verið heima.
— Nei, það er það ekki, nei, nei. En þið eruð ekki altal
aðeins þrjár.
— Nei, það getur verið, ekki altaf. En hvað með það?
— Ekkert.
— Nú, jæja þá. Hún var orðin gröm vfir þessu tvínóni hans,