Eimreiðin - 01.10.1940, Síða 36
332
KVÖLD EITT í SEPTEMBER
EIMREIÐIN
Það er vegna Dódó, pabbi. Þér er alveg óhætt að trúa því. Og
þessi undanfarin kvöld, sem ég hef ekki verið heima, hef ég
ekki verið hjá honum. Ég hef ekki einu sinni séð hann lengi.
Ég hef verið heima hjá henni Önnu gömlu. Hún var nefni-
lega að segja mér dálítið til og hjálpa mér. Ég hef verið að
handprjóna þykka og hlýja peysu úr íslenzkum lopa. Ég ætl-
aði að láta þér koma það á óvænt og gefa þér hana á afmælis-
daginn þinn, til þess þú gætir verið i henni í haust og í vetur,
þegar kuldarnir koma. •—-------
Hún þagnaði, og hann fann engin viðeigandi orð.
Nokkur stund leið í annarlegri þögn, en sú stund, sem leið,
var í hug þeirra beggja nánast óraunveruleg og takmarkaðist
ekki við neinn tíma, en úti fyrir glumdi gatan undir járnuð-
um skóm hinna ensku hermanna, því að þetta var kvöld eitt
í september úrið 1940.
Kýmni.
Blessunarrík læknishjálp. Ungur maður kemur himinlifandi af fögnuði
inn til læknis eins.
„Góðan daginn! Góðan daginn, læknir! Ég leit aðeins inn sem snöggv-
ast til að láta yður vita, hve mikið ég á yður að jiakka fyrir læknis-
hjálpina.“
Læknirinn virðir unga manninn fyrir sér frá hvirfli til ilja: „En góði
maður, ég man alls ekki til að Jiér séuð einn af sjúklingum minum!“
„Alveg rétt! alveg rétt! Iikki ég, en föðurhróðir minn, og ég er einka-
erfingi hans,“ svaraði ungi maðurinn.
Málfræðileg skýring. Kennarinn: „Hvers vegna er málið, sem við töl-
um, nefnt móðurmál?“
Lærisveinninn: „Af ]ivi feðurnir komast aldrei að til að nota það.“
Seinagangur. Stúlkurnar nú á dögum eru alt annað en skjótar í snun-
ingum, segir rithöfundur cinn. Það tckur þær oft meira en þrjátíu ár að
ná tuttugu og fimm ára aldri.
Dularfult! Frúin við mann sinn, prófessorinn: „Hvar er híllinn?"
„Ha, tók ég hilinn?“
,,.lá, auðvitað tókstu hann."
,,Alia! Nú skil ég. Þegar ég steig út úr bílnum við póstliúsið, sneri eg
mér við og ætlaði að þakka þeim, sem hafði verið svo vænn að hjóða
mér sæti, en sá þá ekki nokkurn lifandi mann!“