Eimreiðin - 01.10.1940, Page 40
336
BRYNJÓLFUR JÓHANNESSON LEIKARI
EIMREIÐIN
sem er á leiklistargáfum
beggja hinna ágætu leikara.
Meðferð Þorsteins nálgaðist
harmleikinn, en Brynjólfur
sýndi óþokkaskapinn í misk-
unnarlausri birtu kaldhæðn-
innar. Munurinn verður enn
greinilegri, ef haft er í lmga,
að fyrir einum mannsaldri
léku þeir Kristján Ó. Þor-
grímsson og Árni Eiríksson
þessi sömu hlutverk, og þá af-
vopnaði Ivristján Jakob skóara
með góðlátlegri gletni. — Sem
gamanleikari nálgast Brynjólf-
ur Jóhannesson sjaldan eða
aldrei harmleikinn. Til þess er
Harlekinþátturinn í leiklistai'-
gáfum hans of sterkur. Hann
er „farceur“ með ágætum og getur leyft sér að fara út fyrir þau
takmörk, sem öðrum leikurum hér eru sett á því sviði. Og þessi
eðlisgáfa kemur honum að fullum notum, þegar hann fær upp
í hendurnar viðsjálsgripi, sem draga má sundur og saman i
samúðarlausu háði.
Það er ávalt holt að muna það, að ein furða leiklistarinnar
er sú, að hún beitir mannlegum líkama til tjáningar á því, sem
inni fyrir býr. Svipur, fas og rödd er gangmynt leikarans, og
hann eys ekki af öðrum sjóðum en persónuleik sjálfs sín. Ein-
asti endanlegi og öruggi dómurinn um leikarann kemur því til
að fjalla um persónu hans. Öll lilutverkin, sem hann leikur,
eru túlkuð fyrir milligöngu einnar og sömu mannveru. Ef
sömu einkenni hirtast í meðferð ólíkra hlutverka, þá er per"
sóna leikarans að gægjast fram á bak við gervið. Enginn leikan
er svo gerviförull, að hann geti falið persónu sína fullkomlega
með andlitsfarða og fölslcu skeggi. — Það eru þá líka greim-
leg ættareinkenni með helztu persónum, sem Brynjólfur hefui
leikið. Það iná taka út úr hópnum hreinræktaða viðsjálsgrip1
eins og Jakob skóara, innbrotsþjófinn Bill Meggitt og stal -
Brynjólfur i hlutverki Fiscurs, í
„Liliom“ eftir Franz Molnar.