Eimreiðin - 01.10.1940, Page 61
eimreiðin
Hinn óþekti landnámsmaður.
Fjarskans leiðir lokka og draga.
Leynist þarna gömul saga?
Kannske í töfrum týndra daga
titraði bros, sem löngu er máð.
Þar var máske björgum bifað,
barist djarft og seglið rifað.
Þar hafa sjálfsagt líka lifað
Ijóð, sem enginn hefur skráð.
Pyrir löngu liðnum árum
lyfti sér úr úthafsbárum
landið fagra, laugað tárum,
litið fyrst af augum manns.
Sögu þá mun þokan dylja;
það var kannske að guða vilja,
að altaf skyldi eitthvað hylja
allra sjónum sporin hans.
Nafnið hans er gleymt og glatað,
það getur enginn skarni atað.
— Eitt sinn var það elskað — hatað, —
ómaði blítt á móður vör.
En hann var friðlaus flóttamaður,
fjarskinn var hans griðastaður,
enginn hljómur hreinn né glaður,
— heitar spurnir — engin svör.
Nú varð aftur hljótt um harma,
hreint um svip og létt um hvarma.
Draumaland bauð unga arma
útlaga í friðarleit.
Þar við norðurheimsins hjarta
hlýnaði af brosi augað svarta.
Þar var sungið sumar bjarta
sólarljóð, er enginn reit.