Eimreiðin - 01.10.1940, Síða 62
358
HINN ÓÞEKTI LANDNÁMSMAÐUR
EIMREIÐIÍf
Svo var skipi lagt að landi.
Léku bárur dátt í sandi,
viðkvæm gola voðir þandi,
vorblár höfgi á augu seig.
Þarna fann hann friðarkynni.
Frón mun geyma lengst í minni,
er fyrsti maður fyrsta sinni
fast þess mjúku brjóstum hneig.
Lengi, lengi horfði hann hljóður.
Hér var létt að vera góður.
Eignast þessa mold að móður,
mjúkt varð fótatak við sand.
Áin rann, og ekkert tafði,
arma um landið særinn vafði,
og hann vissi, að enginn hafði
áður numið þetta land.
Þegar sól var sezt að viði,
svæfði hann með lækjaniði
skógardís, og djúpum friði
dreypti á hans þreyttu brá.
Létt og skært var lækjarhljóðið,
ijóst og tært varð dökka blóðið.
Seinna orti hann sólarljóðið,
söng við dægrin löng og blá.
Bláa land, með ljósa snæinn,
lækjaniðinn — heiðablæinn!
Einhversstaðar út við sæinn
áttu fyrsta barns þíns spor.
Þú munt geyma í þögli leynin,
þáttinn hans og dauðakveinin,
og í mjúkri moldu beinin,
— minning um þitt fyrsta vor.
Kolbrún.