Eimreiðin - 01.10.1940, Side 70
366
STYRJALDARDAGBÓK
EIMREIÐIN
gefur út liátíðlega yfirlýsingu varðandi algert samkomulag um allar
hernaðarframkvæmdir.
30. marz. Brezki ráðherrann Winston Churchill heldur útvarps-
ræðu, þar sem liann boðar auknar hernaðaraðgerðir og varar við
i hönd farandi sókn Þjóðverja.
Apríl 1940.
1. apríl. Hervæðingar-frumvarp Smuts hershöfðingja samþykt í
þjóðþingi Suður-Afrilcu með 75 atkv. gegn 55.
3. apríl. Athlone lávarður verður landsstjóri í Kanada.
8. apríl. Stjórnir Bandamanna tilkynna Norðmönnum, að lögð verði
tundurdufl á þrem stöðum í landhelgi Noregs. Norska stjórnin mót-
mælir. Brezkir neðansjávarbátar sökkva 3 þýzkum skipum í Skage-
rak: „Rio de Janeiro“, „Posedonia“ og „Kreta“. Brezka tundurspill-
inum „Glowworm" sökt.
9. apríl. Þjóðverjar taka Danmörku og Noreg herskildi. Danir gef-
ast upp svo að segja mótspyrnuiaust. Norðmenn sýna mótspyrnu,
og harðir bardagar eru háðir. Um kvöldið hafa Þjóðverjar náð
höfuðborginni Oslo á sitt vald. Brezka utanríkismálaráðuneytið lætur
útvarpa yfirlýsingu um, að Bandamenn muni veita Noregi alla mögu-
lega aðstoð. Sjóorusta við Bergen. Brezki tundurspillirinn „Gurkha“
ferst. Brezkur kafbátur sökkvir þýzka beitiskipinu „Karlsruhe". Al-
þingi íslendinga tekur utanríkismál og konungsvaldið i sínar hend-
ur og rikisstjórnar íslands.
10. apríl. Sjóorusta við Narvík. Þrír þýzkir tundurspillar gereyddir,
einum sökt og sex herflutningaskipum. Þrír enskir tundurspillar
verða fyrir stórskemdum og einum er sökt. Norðmenn sökkva þýzka
beitiskipinu „Bliicher“ með skothríð frá strandvirkjum við Oslo.
Sjóorusta í Iíattegat.
12. apríl. Brezkar flugvélar ráðast á þýzk herskip í Kristianssand.
Nokkur hluti Suður-Noregs og ailur Norður-Noregur, nema Narvík,
enn í höndum Norðmanna. Norðmenn tilkynna, að þeir hafi sökt
beitiskipunum „Gneisenau" og „Emden“, svo og fieiri þýzkum skip'
um, i Oslofirði.
13. apríl. Önnur sjóorusta í Narvík. Brezk flotadeild, undir for-
ustu orustuskipsins „Warspite“, sökkvir sjö þýzkum tundurspilhnn-
Þrír brezkir tundurspiilar verða fyrir skemdum.
15. apríl. Tilkynt i Bretlandi, að brezkur herafli hafi tekið Fær-
eyjar herskildi. Brezkt sjólið nær yfirráðum í Narvik. Loftárásir a
flugvöllinn við Stavanger.
19. apríl. Fregn frá Stokkhólmi hermir, að bardagar standi' yfn 1