Eimreiðin - 01.10.1940, Page 76
372
SAKLAUS.4 BARX
EIMBEIÐIN
ákafa sínum eftir að komast heim sem l'ljótast, því allir þrá
heimili sitt á aðfangadagskvöld jóla. Hvít snjókorn komu
svífandi, eins og fiðrildi, gægðust i andlit Idu litlu, settust
á höfuð hennar og bráðnuðu þar. En önnur snjókorn komu
og bráðnuðu ekki.
Og hvítur eng'ill kom og safnaði saman öllum hinum dýr-
mætu perluin og lokaði síðan augum Idu litlu, svo ekki
skildu fleiri perlur fara til spillis. Og engillinn hóf barnið
í arma sína og flaug' með það liátt upp yfir þök hinnar upp-
Ijómuðu borgar. Ida litla hallaði litla kollinum að brjósti eng-
ilsins og sagði: „Ert þú ríka frænka?“
„Nei,“ svaraði engillinn og kysti hana á ennið.
Þá þekti Ida litla engilinn. „Mamma,“ hvíslaði hún og brosti,
án þess þó að opna augun. Og litla salclausa stúlkan og móðir
hennar svifu undir tunglið, yfir sólina og langt út á milli
allra dásamlegu stjarnanna, sein blikuðu á festingu himins-
ins þessa helgu nótt.
Óskar Hólm
islenzkaði.
Bílaframleiðsla heimsins.
Árið 1938 voru smiðaðar alls 4 miljónir bíla í heiminum, þar af 2 490 000
i Bandarikjum Norður-Ameríku, 445 000 á Bretlandi, 342 000 á Þýzkalandi,
223 000 á Frakklandi, 215 000 í Sovietrikjunum, 106 000 i Kanada og 69 000
á ítaliu. Bilaframleiðsla Soviet-rikjanna hafði þetta sama ár meir en
tvöhundruðfaldast síðan árið 1929, því það ár voru þar aðeins smíðaðii
1000 hílai'. Aðeins i tveim öðrum löndum, þ. e. Þýzkalandi og Japan, hafði
bílaframleiðslan aukist frá því árinu áður. Aftur á móti liafði hún mink-
að í Bandarikjunum um 2 300 000, Bretlandi um 48 000, Kanada um 40 000
og ílaliu um 6 000 bila frá þvi árinu áður.
[Eftir Fortnigltthi Xews Þjóðabandalagsins í Genf-