Eimreiðin - 01.10.1940, Side 78
374
ÓSÝNILEG ÁHRIFAÖFL
EIMREIÐIN
varð svo hissa, að hann bar
það blákalt á mig, að cg hefði
þaulæfða njósnara á hælum
sér. En þegar hann var geng-
inn úr skugga um, að ég hefði
fengið vitneskju mína eftir
yfirskilvitlegum leiðum, bað
hann mig umfram alla muni
að gera aldrei slíkar tilraunir
með sig aftur, jafnvel þótt
hann væri í mikilli fjarlægð
frá mér og vissi ekkert um
þær. Ofurstinn varð ekki að-
eins liissa heldur þóttist hann
brögðum beittur, sem gaf til
kynna, að hann hafði alls ekki
verið með sjálfum sér meðan
tilraun mín var gerð og vissi
ekkert eftir á um það, sem
gerðist í dáleiðslunni. Slíkir
atburðir sem þessi eru til að
sýna mönnum hve dásamlegur
mannshugurinn er, hve furðu-
legir eru vegir hans, hve geysi-
legir möguleikar búa með
mönnunum, þó að fæstir kunni
að hagnýta þá, vegna áreynslu-
skorts og þekkingarleysis.
Fjarskygni er hæfileiki til
að skynja fjarlæga atburði
hæði í tíma og rúmi, með al-
geru valdi yfir hvorutveggja,
þannig að hvorki tími né rúni
er í raun og veru til í vitund
hins fjarskygna, meðan fjar-
skygninnar nýtur.
Landsstjórinn og lestur spila.
Þetta sama kvöld kom
landsstjórinn í heimsókn og
borðaði ineð okkur kvöldverð.
Undir borðum bað hann um
að fá að sjá á eftir fyrirbrigði
það, sem kallað er spilalestur
og fólgið er í því „að sjá í
gegnum spil“. Eftir að við
höfðum borðað bæði vel og
viturlega og rætt um ýms
landfræði- og hernaðarleg efni
og einnig um lijálp ósýnilegra
máttarvalda, gengum við út á
vestursvalir hússins og sátum
þar um stund, meðan þjónn-
inn var sendur til að útvega
okkur spil. Til þess að útskýra
fyrirbrigðið nægilega vel fyrir
landsstjóranum, urðum við að
gera margar tilraunir. Hann
lét fylgdannann sinn setjast
með okleur, og við dáleiddum
hann eins rækilega og við gát-
um, við fyrstu tilraun, °S
prófuðum hann í dásvefnin-
um. Þetta gekk alt ágætlega-
Þar sem spilin voru ný, varð
fyrst að gera þau þvöl, en að
öðru leyti var þeirn raðað a
venjulegan hátt á borðið fyrir
framan dásvæfða manninn.
En ástæðan fyrir því, að spil111
þurfa að vera þvöl, verðui
bráðlega skýrð. Landsstjórinn
t