Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1940, Page 93

Eimreiðin - 01.10.1940, Page 93
eimbeiðin RITSJÁ 389 Rit dr. Einars Ól. Sveinssonar, sem liér er gert að umtalsefni, er eink- um ritað með fyrnefnda markmiðið fyrir augum. En þó mun, eins og höf. segir i formála, „athugull lesandi taka eftir því, að ekki er Iokað augunum fyrir sambandi islenzkra þjóðsagna við önnur lönd“, og má ronrgt af hókinni læra um það efni. En liöf. hefur áður lagt fram mikils- verðan skerf til samanhurðar á íslenzkum og erlendum ævintýrum, i riti sinu Verzeichniss islándischen Márchenvarianten í Folklore Fellows Com- niunications og ritgerð sinni um íslenzk æfintýri í Nordisk Kultur. Höf. skiftir ritinu i fimm þætti. Fyrsti þátturinn er inngangur al- menns efnis. Skilgreinir hann þar hvað séu þjóðsögur, lýsir flokkun þeirra, muninum á sögu, tilbrigði og minni, en minni nefnir hann það, sem á erlendum málum er kallað „motiv“, einkennum munnmælasagna, kenn- rngum fræðimanna um uppruna ævintýrasagna meðal fornþjóða, uppruna þjóðsagna og mótun, og þar með, livern þátt sögumenn og áheyrendur eiga i því, o. fl. f öðruin þættinum rekur hann heimildirnar um islenzkar þjóðsögur, frá fyrstu tímum til vorra daga. f þriðja þættinum, er nefn- ist þjóðtrú og þjóðsagnir, er um það rætt hversu hjátrúin kom til fs- lands, um trú og sagnir um land og lög, vætti hér og erlendiá, landvættir, tröll, huldufólk, drauga, ófreskisgáfur og galdra, sannindi þjóðsagna, úti- legumannasögur o. fl. Ejórði þátturinn er um ævintýrin, en í fimta þætt- inum, er höf. nefnir: Mannheimar og huliðsheimar, lýsir hann hinum sál- fræðilegu rótum þjóðtrúar og þjóðsagna og dregur þá að lokum fram nokkur einkenni þjóðsagnanna, er hann telur sérstaklega islenzk. Þetta stutta yfirlit, er nú var skráð, lýsir þvi að sjálfsögðu eliki til fulls, hversu mikið og marghreytilegt efni hókin liefur að geyma. Höf. Rennar er tvimælalaust lærðastur allra islenzkra manna í þjóðsagna- fræði, enda ber hókin glöggan vott um það hversu víðtæk þekking hans á því sviði er. En bókin er ekki eingöngu fróðleikssyrpa. Höf. fer með efnið ekki aðeins af þekkingu, heldur líka með djúpfærum skilningi. Þar er margar skarplegar athuganir að finna og margt, sem vel er sagt. Þess- vegna á hók hans brýnt erindi til allra þeirra, sem unna islenzkum þjóð- sögum. Lestur hennar mun gefa þeim nýrri útsýn yfir þetta hugðarefni l>eirra og nýjan skilning á því, skilning, sem færir þeim lieim þann sann, a® þjóðsögurnar séu oss íslendingum jafnvel enn dýrmætari eign en þeir aður hugðu þær vera. Ilöf. lýkur formála bókarinnar með þessum orðum: »Rók þessari er lokið á einhverjum mestu hættutímum, sem yfir þjóð vora hafa komið. Hún þarf að halda á öllu því, sem styrkt geti þjóð- ernismeðvitund liennar og ást á menningu sinni og mentun. Þjóðskáld- skapur sá, sem bók þessi fjallar um, er ekki það eina nauðsynlega. En hann fyllir flokk þess, sem horfir henni til hins hetra." Bók höf. mun verða mönnum til mikils skilningsauka á þessum ])jóðskáldskap vorum, og hún ætti að geta styrkt þjóðernismeðvitund vora og ást vora á íslenzkri menningu og mentun, og má har segja, að þótt oft hafi verið þess þörf, ]>á sé nú fullkomin nauðsyn. Höf. liefur með bók sinni lagt skerf til þess mikla verks, sem þar biður vor.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.