Eimreiðin - 01.10.1940, Qupperneq 94
390
RITSJÁ
EIMREIÐIN’
Bókmcntafélagið hefur gefið bókina út af sjóði Margrétar Lehmann-
Filhés. Sá sjóður er þannig tilkominn, að þýzk fræðikona, sem unni is-
lenzkum fræðum, gaf félaginu eignir sínar eftir sinn dag til eflingar
islenzkum þjóðfræðum, og myndi útgáfa þessarar bókar vera mjög svo
i anda gefandans. Bókmentafélagið var stofnað, þegar sem óvænlegast
horfði um framtíð islenzkrar tungu, menningar og þjóðernis. Hættunni,
sem þá var á ferðum, var afstýrt og eiga margir heiðurinn af því, og
stuðlaði starfsemi Bókmcntafélagsins m. a. að því, að það verk tókst.
Félagið setti sér frá upphafi það markmið að sinna fyrst og fremst is-
lenzkum fræðum, og eru afrek þess í þeim efuum satt að segja furðan-
lega mikil, Jiegar á okkar aðstæður er litið, og myndi vera stórum tóm-
legar um að iitast á því sviði, ef félagsins hefði eigi notið við, ef vér
ættum ekki á prenti rit eins og Árbækur Espólins, Biskupasögur, Safn til
sögu íslands, Fornbréfasafnið, ]>essa óþrjótandi uppsprettu fróðleiks um
sögu og menningu þjóðarinnar á miðöldunum, I.andfræðisögu og íslands-
lýsingu Þorvalds Thoroddsen, Sýslumannaævir, Annála o. m. fI., sem fé-
lagið hefur gefið út. Þessari köllun sinni er félagið ennþá trútt, og verður
það vonandi meðan því cndist aldur. Félaginu hefur verið ámælt fyrir
þessa stcfnu sína, stundum liin siðari ár, og re3Tnt að spilla fyrir því bæði
lej’nt og Ijóst. Má vera, að þær tilraunir beri tilætlaðan árangur. En
sagan mun á sinum tima dæma um ]iað, hvort verið hafi íslenzkri menn-
ingu og þjóðerni til meiri og \aranlegri styrktar: liinar islenzku bæliur,
sem félagið hefur komið út og þar á meðal þessi bók dr. Einars eða
þýðingarnar, sem nú þykir mest um vert að hrúga út lijá þessari ])jóð,
sem á tiltölulega margfalt fleiri menn læsa á crlend mál en nokkur þjóð
önnur i heiminum. 6. L.
Herbert AT. Casson: STJÓRNMÁLAREFJAR — SKRIFFINSKA OG
SKATTAKÚGUN. Magnús Magnússon íslenzkaði. Rvik l!)bO. Höfundur
þessa rits er heimskunnur hrezkur rithöfundur og ritstjóri hins útbreidda
timarits „Thc Efficiencg Magazine". Hann hcfur verið kvaddur til ráðu-
nej’tis í skipulagsmálum bæði austan hafs og vestan, og liggja eftir
hann um 40 bækur og rit um viðskifti og stjórnmál. — Ég hafði fj'rir
nokkru kcypt ]>essa bók, sem heitir á ensku „How to restore self-
government and prosperitg“ — hvernig reisa skal við sjálfstjörn og vel-
megun — og vegna ]>ess, hvað hún hefur að geyma skýrar hliðstæður við
vort islenzka stjórnfarsólag og orsakir þess, hafði ég ásett mér að þýða
a. m. k. einhverja kafla úr henni. En M. M. varð fyrri til, sem betur for.
Því aö þýðing hans er sem vænta má mjög lipur og læsileg. Hins vegar
skemmir það fyrir bókinni, að þýðandinn hefur að nokkru lej’ti „stað-
fært“ liana eða gert hana að einskonar málsskjali i islenzkum flokka-
dcilum —- bæði breytt titlinum og sett atbugasemdir frá eigin brjósti a
eftir hverjum kafla hókarinnar. Þetta skj’ggir nokkuð á hið hlutræna
og fræðilega gildi, scm bókin annars á að geta haft. Það sem vér eigum
að lesa út úr henni er það, að hinar ólieppllegu hliðstæður, scm eiga set