Eimreiðin - 01.07.1943, Page 22
198
VILHJÁLMUR STEFÁNSSON OG ULTIMA THULE eimreiðix
Hin síðari árin hefur hann gefið út alhnargar fræðibækur,
svo sem: útgáfu á „Ferðum Frobishers", „ísland“, „Óleystar
ráðgátur norðursins", „Grænland“ og „Ultima Thule“. Þessa
síðustu hók hefur Ársæll Árnason nú þýtt og gefið út á ís-
lenzku1) þannig, að hann hefur fellt úr kaflann: „Höfðu
Pyþeas og Kólumhus rétt fyrir sér um veðurfar í kuldabelt-
inu?“ og tekið í staðinn úr „Óleystum ráðgátum norðursins*'
kaflann, „Hvernig eyddist byggð íslendinga á Grænlandi?“ Á
Ái’sæll miklar þakkir skilið fyrir útgáfu þessarar bókar.
Ferðabækur Vilhjáhns gáfu mikinn fróðleik um norður-
strendur Ameríku, er hinir fyrri Islendingar nárau og oss er
því skylt að vita deili á. Ultima Thule fjallar um merkilegustu
atriðin í sögu vors eigin lands, séð frá sjónarmiði umheimsins.
Fyrsti kapítulinn heitir „Pyþeas og Ultima Thule.“ Þar er
rökrætt, hvort Pyþeas hafi komið til íslands ca. 330 árum
fyrir Krists hurð. Heldur Vilhjálmur Pyþeasi mjög á lofti
sem miklum landkönnuði, sjógarpi og vísindamanni og jafnar
honum við Kólumbus. Mun hann réttdæmur á það, sem oftar.
Fyrst gerir Vilhjálmur grein fyrir hihum heimspekilegu
landfræðikenningum Grikkja og ósamræmi þeirra við raun-
veruleikann. Þá segir af Massilíu (Marseilles) sem púnverskri
og síðar grískri nýlendu, aí' veldi hennar, menningu, verzl-
unarsamböndum hennar langt norður í Norðurálfu ca. 300
f. Kr. og af hömlum þeim, sem Kartagóborgarmenn lögðu á
siglingar um Njörvasund. Svo segir af Pyþeasi. Hann var
mjög mikilsvirtur horgari í Massilíu ca. 300 l'. Kr., stórlærður
maður í landafræði, stjörnufræði og stærðfræði og svo jnikill
hagleiksmaður, að hann smíðaði sjálfur hin hnattfræðilegu
mælingatæki sin. Haldið er, að hann hafi fyrstur manna mælt
nákvæmt fjarlægð staða frá jafndægrabaug. Hnnn mældi ná-
kvæmlega hreiddarstig Massilíu, og hann fann nákvæmlega
réttan stað norðurheimskautsins á himni. Pyþeas varð og
frægur fyrir að hafa farið rannsóknarför á skipi lengst norður
í Atlantshaf og ritaði um það eina bók að minnsta kosti. Hún
er löngu glötuð, og hrot úr henni höfum vér aðeins frá 2., 3.
1) Vilhjálmur Stefánsson: Ultima 'ihule. Torráðnar gátur úr norður-
vegi, með niyndum og kortum. Rvk. 1942.