Eimreiðin - 01.07.1943, Side 32
208
Á SÍLDVEIÐUM
EIMRBIÐIN’
er gerður úr mjög traustu og góðu garni. Öll er nótin smá-
riðin, og getur venjuleg hafsíld með engu móti smogið möskv-
ana. Efri teinn nótarinnar er þéttsettur korki og kallast
korkateinn. Korkateinninn liggur aftast í nótabátnum, fast
við skutþóttu. Neðri teinninn er þéttsettur blýkúlum og er
hafður fremst í bátnum. Við þann tein eru l'estar allmiargar
stuttar taugar, með stórum og digrum málmhring á endanum.
Nefnast það „hanafætur“. Málmhringir þessir eru þannig
gerðir, að hægt er að opna þá og' loka þeim að vild. í hringina
er þrædd taug ein, sterk og vönduð. Hún heitir herpilína.
Þegar koniið er mjög nálægt torfunni, segir skipstjóri
mönnum að hætta að róa. Hann horlir á sildina fránum aug-
um og athugar, hvernig hún veður. Enda þótt mikið velti á þvi
að vera fljótur til, dugar ekki að rasa að neinu né þjösnast
áfram að ókönnuðu máli. Ailir eru viðbúnir. Tveir standa við
nótina, annar að aftan, hjá korkateininum, hinn að framan,
við blýjaðarinn. Á milli þcirra liggur „nótarrúllan" og leikur
á teinum, sein festir erú í borðstokk bátsins. Á framþóftuni
sitja ræðararnir tilbúnir og ljósta árum í sjó og spyrna við
sem harðast, þegar merkið kemur. Frannni við stafnlok
stendur sinn maðurinn í hvorum hát og lætur endann á ar
sinni nema við hnífil hins bátsins. Verkefni þessara manna
er ]>að að ýta bátunum í sundur, um ieið og byrjað er að
kasta.
Nú lætur skistjóri beina hátaua fyrir, svo að framstafú
þeirra vísar á miðja torfuna. Enn liggja þeir hlið við hlið
eins og samvaxnir tvíburar. Svo er stundin komin. Skipstjori
kallar: „Sundur með bátana!“ Menn hregða við, hart og títt.
Síðasta liandið er losað. Stafnbúar ýta sundur al' alefli. Þeir.
sem undir árum sitja, taka bakföll og róa sem mest þeú’
mega. Teinamennirnir snúa netarúllunni eins hart og kostm
er, og nótin kastast útbyrðis af miklum krafti. í öðrum bátn-
um stendur skipstjóri við stýri, en þaulvanur og öruggur háseti
í hinu.m. Báðir stýra ]>eir með árum og sjá svo um, að hvor
bátur rói í hálfhring kringum torfuna og mætist siðan baðn
handan hennar. Þegar hringurinn um torfuna er nær lok-
aður orðinn, leggja stafnbúar upp árar og búa sig undir að
tengja bátana hvorn við anmm, er þeir koma saman. Jafn-