Eimreiðin - 01.07.1943, Blaðsíða 50
226
HÓPKENNSLA EÐA EINSTAKLINGSKENNSLA
EIMREIÐTN
Ýmsum finnst þörf á hjálp Bakkusar, til þess að létta af álög-
um ókunnugleikans. Mönnum, sem farið hafa á mis við fé-
lagslegt uppeldi, hættir við tortryggni og öfund. Þumbast þeir
áfram án tillits til annarra, sjá allt frá sínu eigin sjónarmiði
og viðurkenna ekki nema þá einu hlið, sem að þeim sjálfum
snýr. Er þetta víða þrándur í götu allra góðra framkvæmda,
sem fyrst og fremst byggjast á sameiginlegum átökum og
hróðurlegri samvinnu. Til þess að bæta úr þessu þarf að
auka og bæta félagsskap æskunnar. Hamlar þar viða tvennt,
að fundarsalir eru fáir og smáir og fundarefnin fábreytt og
innantóm, stundum dans eingöngu. Hefur og oft vantað leið-
toga með þekkingu, foringjahæfileikum og áhuga til að draga
menn að og stjórna samkomunum.
Af Bandaríkjunum má stórum læra, hvað félagsuppeldi
snertir. Kirkjulífið er þar þrungið af félagsanda. Náms-
flokkar eldri og yngri og margþætt líknarfélög halda þar
samkomur alla daga vikunnar. Skólarnir hafa stóra samkomu-
sali, þar sem þriðjungur eða helmingur nemenda getur koinið
saman. Einstöku skóli hefur samkomusal, þar sem allir nem-
endur geta komizt fyrir í einu. Fyrirkomulag við notlcuu
þessara salarkynna er afar fjölbreytt. Þeim er þó sameigin-
legur sá tilgangur að skapa æskunni umhverfi, þar sem hun
fær notið heil handa og þugar og lært sjálfsstarf, sjálfsstjórn,
fórnfýsi, samvinnu og aðrar félagsdyggðir. í löndum ineð her-
varið einveldi er lítt keppt að frjálsri hugsun og sjálf-
stæðu framtaki. Þar er kennarinn diktator eins og landsstjor-
inn. Þar er einkum heimtuð talcmarkalaus og hugsunarlaiis
hlýðni. í hinum lýðfrjálsu löndum, þar sem lýðurinn sjálfm
ræður lögum og lofum, er þörf á félagsþroska hvers einstakl-
ings. Þar á ekki við, að kennarinn sé diktator. Æskumann-
inum er ekki nóg að lesa um það, hvernig eigi að iifa í frjálsu
félagslifi. Skólinn þarf að verða að smáþjóðfélagi, þar sem
nemandinn fær að æfa þær félagsdyggðir, sem gera hann
síðar að góðum og gagnlegum horgara. Annars fer honum
líkt og manni, sem lært hefur allar sundreglurnar og treystn
á þær til bjargar, þegar hann kemur fyrsta sinn í óstætt vatn-