Eimreiðin - 01.07.1943, Síða 52
228
BYGGÐIIl HNETTIR
EIMHEIÐIN
Liggur þá fyrst í'yrir a6 athuga, hvað reikistjarna sé. Reiki-
stjarna er linattlaga efnisheild í geimnum, gengur í spor-
baug um sólina og sendir frá sér ljós, sem er endurskin
sólar. Þessi skýrgreining gildir um reikistjörnurnar í sólkerfi
voru.
Aðalliðir þessarar skýrgreiningar eru þrír: 1) Reikistjarna
er efnisheild. 2) Hún gengur í sporbaug. 3) Hún ber birtu nf
endurvörpuðu Ijósi sólar, en er ekki sjálflýsandi. Reiki-
stjörnur og halastjörnur eru sitt livað, nieðal annars af því,
að halastjarna er ekki efnisheild, heldur margár aðgreindar
efnisheildir. Brautir halastjarna eru ólíkar brautum reiki-
stjarna. Reikistjarna hef'ur ákveðin takinörk, sem eru nánast
hnattlaga, vegna áhrifa þyngdarlögmálsins. 'Reikistjarna getur
hins vegar verið ýmist úr föstum, fljótandi eða loftkenndiun
efnum, eða allt þetta þrennt. Þriðja einkenni hennar er, að
yfirborð hennar cr ekki nógu heitt til þess, að hún sé sjáli-
lýsandi, ]). e. a. s. ekki nógu sjálflýsandi til þess, að nokkurs
gæti fyrir beruin augum, þar sem endurvarpað ljós sólar yfir"
gnæfir gersamlega. Þar með ér ekki útilokað, að mannsaugað
gæti greint hana, af eigin útgeislan hennar, ef lnin væri ein
sér í algeru myrkri, en nyti ekki ljóss frá nájægri sól.
Það er talið, að þegar hitastigið á yfirborði kólnandi
stjörnu sé kornið niður fyrir 400° C, hætti hún að vera sýni"
leg, á myrkum næturhimni, herum augum, fái hún ekki við-
bótarbirtu frá nálægri sól. Þetta fer þó vitaskuld einnig eftu'
fjarlægð hennar frá jörðu. Sú reikistjarhan í sólkerfi voru,
sem næst er sólu, þ. e. Merkúríus, er álilta heit á yfirborðiu11
og þetta, og þó er ekki hægt að telja hana sjálflýsandi, þa!
sem hin geysisterka birta sólar yfirgnæfir algerlega eig'!l
birtu þessarar reikistjörnu.
Dr. Itussell tekur sem dæmi um nýfundnar fylgistjörnUi
annarra sólna hina ósýnilegu fylgistjörnu tvístirnisins
Cygni og einkennir hana með bókstafnum C.
Það eina, sem vitað er með vissu um C, er, að efnismagn
hennar er 0,016 sinnum efnismagn sólar. Stærð hennar hefm
verið áætluð með allmiklum líkum og hitinn á yfirborðinu
einnig. Það skal tekið fram, að í stærðarsamanhurði þeim við
Júpiter, sem tiltekinn var í fyrrnefndri grein, i síðasta hcft'.