Eimreiðin - 01.07.1943, Page 56
EIMREIDIN
Nú kemur Ijóðið.
Nú kemur ljóðið, ég finn arnsúg andans
á ofurvald sitt hrífa niina sál.
Og lijartað titrar, taugar mínar skjálfa,
og táp mitt vex og liðugt fellur mál.
Nú er ég ekki hversdagsmennið kalda,
sem livísla lágt um það, sem helzt ég vil.
Nú er ég liafsins sterka undiralda,
sem óstöðvandi hnigur strandar til.
Þú kemur, kemur, ó, sá feginsfundur,
þú fagra ljóð, um miðja nætur tíð.
Og þú ert sífellt nýtt og óþekkt undur,
mín andans nautn og lieilög kvöldmáltíð.
— Ég fann það vel, er fólk mitt gekk til náða,
að fylling tímans kæmi, er yrði hljótt.
Þvi lét ég hjartans hughoð fyrir ráða.
Þér helga ég, dís mín, þessa vökunótt.
Ég átti gnægð af glæstum æskudraumum,
sem geymdi ég frá liðnri bernsku tíð,
og ljóðabrot frá leifturstundum naumum,
sem lifðu gegnum tímans ólgustríð.
En margar voru lmgsýnirnar háðar
því haftafrelsi, er mezt til spóns og linífs.
Nú bey ég þær að brunni þinnar náðar
og hið þig signa þær til æðra lífs.
Eg veit ég hý að nálægð þinnar nætur
til næstu funda. Þitt á vald mig gef.
Þitt tónaregn er öllu bölvabætur,
sem bezt ég átti til og varðveitt hef.