Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1943, Síða 66

Eimreiðin - 01.07.1943, Síða 66
242 FÓRN ÖRÆFANNA EIMREIÐIN er féllu eigi þétt saman. Haka ekki löng, breið fyrir, án spors og festuleg. Eyru sokkin í mikið hár illa hirt, dökkt, án sorta með brúnleita slikju. Þeldökk, en hvarmföl með fagurt litrof. Augnaráð óhlítt í dagfari, en djarft úti. Svipbrigði hvort tveggja í senn: einbeitt og heimóttarleg í meðsköpuðum þján- ingablæ. Ávallt illa til fara, tötrum klædd og óhrein. Loks rann upp sú langþráða stund, að hún fengi að fara í kirkju, og það drjúga bæjarleið, yl'ir tvær stórár, til aðal- kirkjunnaí’ •—■ að Húsafelli. Hún liafði aldrei komið á nokk- urn bæ áður, utan heimilis, úr Tungunni. Þetta var dásamlegt. Húsafellskirkja var úr torfi og grjóti eins og kirkjan í Kal- manstungu, en þó svo miklu veglegri, að henni fannst; hana hafði aldrei dreymt um aðra eins dýrð. Hún tók sér stöðu alveg fram við dyr, meðal hinna óæðri, lengra mátti hún ekki fara — heiðinginn. En þar var staður þeirra, er hýddir höfðu verið eða brennimerktir og jafnvel markaðir á eyrum eins og sauðkindur, fyrir þjófnað eða aðra óknytti. Hundar voru þar jafnvel, af óviðráðanlegum ástæðum. Skuggi-Tryggur var þar lika og faldi sig undir pilsinu hennar, svo ekki sást nenia trýnið og augun útundan. Mest undraði hana hve marga sótti svefn undir ræðu prestsins. Skeggjaðir karlar, er sæti áttu, hölluðu höfði aftur og út á hlið og hrutu upp á móti prest- inum. Hún hélt þetta vera af því, að þeir væru svona mikið kristnir. Ekki settist að henni minnsti höfgi, meðan aðrir fengu sér kristilegan blund, og ekki gat hún hrotið og þetta allt af því, að hún var heiðingi. En svo sá hún líka það merkilegasta, sem nokkui' lítil stúlka, sem nærri er orðin kona, getur nokkurn tíma séð; nokkuð, er ákveður' ævi og örlög á svipstundu, og þó ekki voðalegt. Hún sá pilt. Það, sem var enn merkilegra. Hann sá hana líka, og bann horfði á hana, og hún fékk ákafan hjartslátt og þorði ekki að lita upp. Hún fann, að þetta var pilturinn hennar og eng- inn annar. Og svona voru þeir kóngssynirnir, sem Ljosa hafði sagt henni frá, sem fátækar stúlkur hrepptu stunduin og urðu svo drottningar i heilu ríki. Víst var það Hann. Ln hún var sjálf í einhverjum hræðilegum álagaham, einbveijun1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.