Eimreiðin - 01.07.1943, Side 76
252
I'ÓRN ÖRÆFANNA
EIMREIÐIN
ótryggilegt auga lagshróður sínum, þeiin er kominn var, snorlc-
inn af vosi og þrýsti sér fast að fótum eljunnar, votur um
augu af ílöngun og þó reiobúinn áð farga ekki metnaði sin-
um án fullrar mótspyrnu, eí' í odda skærist. Nú sem heima-
rakka hlotnaðist bitbein, skyldi það gripið og fastskorðað
milli framlappa, lagzt niður og haliað á vangann, svo að annar
kjamminn vissi upp, og gnagað ákaflega; en tannbúnaður
allur traustur og styrkur og ekki blíðlegur, sást gerla. — Þá
hjaslrið og mylsnan urðu frálaus beininu, var aflausninni
kykjað tafarlaust, og þó svo léttilega, að vart snerti tönn eða
tungu. Samfara því sem hnykkur á kom, er af atvinnu þessari
leiddi, réltist hausinn, og var þá augnskeyti sent gesti síns
kyns, og heldur óþýðlegt, og jafnótt brugðið grönum, og gein
við tanngarðurinn eins og segja vildi: „Haf þig hægan, kunn-
ingi. Ég á annríkt nú, en sérhver hreyfing, að gera sig borii-
brattan, skal vægðarlaust bæld niður.“ Og nú segir ein grið-
konan: „Hvunninn stendur á því, að hún Ivvensa er farin að
fylgja þér? Hingað til hefur bún ekki fylgt öðrum en sjálfum
bóndanum. Það var nú meiri gangurinn í henni í morgun-
Þarna hnýlti hún saman á rófunu.m kattaskammirnar, bæði
fresshögnaræfilinn og breima bleyðu-kykvendið, hengdi þ«11
bæði á rófunum upp á snaga frannni í göngum og brá uiu
einu vafningsbragði. Hvílíkur ekki sen. ótugtarskapur! Ég
segi svo ekki roeira. Segirðu svo hreint ekkert í fréttuni,
tötrið mitt? Hafa hvorki sunnanmenn eða norðlingar koniið-
eða hafið þið ekkert frétt? Hvað er þér á höndum, skinnið
mitt; varstu 'send, eða áttirðu að sækja eitthvað?"
Nú hringsnerist allt fyrir stúlkunni. Hún varð mállaus og'
ællaði að hniga niður; feimni, smán og blygðun fléttuðust
saman í eitt, og hún vissi ekki silt rjúkandi ráð.
„Ha-ha-haff-ið-iðð- séð ha-ha-hann-hann-Skjóna!“
— „Hann Skjóna!“, hafði einn húskarlinn eftir og saug 111
skegginu. — „Er það ekki hann, þessi laungraði, sem allbú
er að andskotast í meronum?"
Þetta fannst öðrum mjög sennilegt og þó svo smellið, uð
hann rak upp stóran hrossahlátur.
En nú gall hún fram i, griðkonan, sem til dyranna halði
farið: „Hann er hérna á hlaðinu við hestasteininn. Ég sá ekki