Eimreiðin - 01.07.1943, Side 80
250
FÓRN ÖRÆFANNA
EIMREIÐIN
reiður og móðgaður, þrátt fyrir jökulbaðið, krafsaði og barðí
mölina með framfótum og Idappaði höfðinu við stúlkuna svo
harkalega, að hann skellli henni. Skuggi-Tryggur kom i sömu
andrá á harðaspretti upp eftir eyrinni; hafði hrakizt mjög
undan iðukastinu, hristandi sig á hlaupunum og þó ekki mikið
í senn, því að nú reið mjög á að kunngera tafarlaust: að hann
hafi komið jafnsnemma upp úr ánni, þjótandi í ísköldum viða-
mekki, réð sér ekki af fögnuði; en stúlkan kastaði sér tafar-
laust um hálsinn á hundinum og skældi í eyra hans:
„Það veit guð, ]>að veit guð — hvað mig langaði í kétið —
elsku Skuggi-Tryggur! — einn —• tvo — þrjá — kannske fjóra
— bita og þú að fá öll beinin!“ liggjandi á fótum sínum í ár-
mölinni, rennandi yfir höfuð og — hágrét.
„Ja-a-a-á!“ vældi vesalings kvikindið og stakk að henni
blautu trýninu, snippaði, hristi sig og kyssti hana aftur.
Hún reið löturhægt það, sem eftir var leiðarinnar, yfii'
Hvítá og upp í tunguna. Leysti þar út úr Skjóna og sleppt'
honum. Gekk síðan heim og inn í bæinn í Kalmanstungu,
bein og tíguleg í fasi. Bóndinn var ekki heima og sást hvergi-
Farinn til kirkju, Skjónalaus. Tók nú eina truntuna. Nota flest
í nauðum skal. Ekki mátti afrækja. Nú var ekki á öðru val-
Fór nú hina leiðina — Fljótið — minna vatnsfall — á aðra
sókn — að Gilsbakka. Sat þar nú og svaf, svefni hinna rétt-
látu, ef að líkindum lét; enda þótt einhvern veginn væri það
nú svona samt ineð- Gilshakkaprestinn, að aldrei yrði sofið
jafn þægilega undir honum. Viðbúið, að bóndi hafi, að þessu
sinni, orðið að láta sér nægja rétlan og sléttan kristilegau
hlund af almennilegri miðlungssort.
Snjáfríður kastaði sér í rúmið sitt og hennar Ljósu; þan'
sváfu ávallt saman.
Ljósa var með hverá konar spurningar, guðhróp og fyrir-
hænir, því að stúlkan var í sannleika illa til reika. Svaraði
henni þó ekki orði og gaf engar skýringar. Fóstra hennar
hjálpaði henni sjálf að afklæðast, færði henni næringu og hlúði
að henni í sænginni. Hún spurði aldrei neins, sú kona, vissi
allt, umbar allt og þurfti einskis að fregna. Mátti þó sjá, að
hún þjáðist mikið og hafði grátið. —