Eimreiðin - 01.07.1943, Page 90
2(50
FÓRN ÖRÆFANNA
IiIMniiIÐIN
í næturhúmi hrynjandi mjalla var svikari einn á ferð.
Langá leið hafði hann farið og margan krókinn, en hann
taldi ekki sporin sín. Leið hans lá yfir álmur og hala sér-
kennilegasta og ægilegasta hraunflóðs veraldarinnar, Hall-
mundarhrauns. —
Veðri var svo háttað, að það var útsunnan éljagangur méð
góðum uppstyttum og tungl nær fyllingu. Með komu nætur-
innar hafði veðuráttin snúizt til austurs, og leiddust nú élin
meir af jöklunum og herti frostið. Auðséð, að með nóttinni
mundi draga til aukinnar snjókomu og' austanhríðar.
Tunglið veður í mylgruðu tásutrafi bólstranna, glámar og
glanar andartak, sem kasti það mæði úr kafhlaupi sínu í
gjugglpöldrunum; hverfist í næstu andrá og steypist i gevsi-
mikinn kvern, sem malar uppskeru himna af ökrum skýja.
Reið glyggsins, í kóí'ið, um jarðvegu loftsins, sópar og hriflar
föllin, hrifsar og hrífur í byndini og dembir í deiglu; en
dynið malar í sýs og súsi, stráir tvist og bast, hvirflar mjölva-
lausninni og glærir sefgrænu merli, sem maurildast og fellist
í silfurgljáu pelli að samlitu hlómi; engilvængjar tismið og
fleygir sem fiðrildi.
Um ægishjálm jöklanna ríða snuggur i uppstyttuhikinu, og
fleygir snyggi á skyggðan skalla og mjallhadd frerakrún-
unnar; en yfir brimar af vafurloga, með hvippi og hvappi.
um kringilpiíára og drifafeldi i breðahungu jökulhvelfisins.
Finnvikan snyggsins varpar rosalegum helbjarma á trölla-
reipi og svellandi storku hraunhafsins, sem magnar geigvænið 1
svörtum augum og koldimmum launhellum undirdjúpanna,
þars Loki hinn ilii liggur bundinn. — En snuggukringlið
hrekkur sem eitur i auga, svo að ásjóna hraunsveljunnar
verður sem tryllingslegt og vitfirrt augnaráð kvik-kvalinnar,
fordæmdrar sálar.
í Jiessu umhverfi og allt um kring kveða við úthurðarvæk
ásamt hvers konar skrækjum og veinum, ýlfri og ópum,
óhljóðum og gaggi. Ýmist er gaggið hreint, ellegar þá blandað
margs konar annarlegum hljóðum. —- Svikarinn þekkti þetta
allt saman af eigin reynd og lét sér hvergi hregða. Hann
kannaðist við þessi kvikindi og allar þeirra tóntegundii,
þekkti útburðarvælið og vissi, af hverju það slafaði. Hann