Eimreiðin - 01.07.1943, Qupperneq 100
FÓRN ÖRÆFANNA
UIMREIÐIN
27(5
Hver, sem endurfæðist sem lítið barn, mun erfa ríki
föðurins.
Blóð mitt var ekki syndafórn; ]>að hefur aukið á misgerðir
mannanna.
Eins og faðirinn setti regnbogann á skýin, eins mun hann
skrýða kaldan steininn dularfullu ljósi — inyndinni einnar
móðurfórnar — til merkis um, að slíka fórn skuli ekki aftur
færa.
Og ég mun leiða hana inn í ríki föðurins:
Sjá! — Þar er móðir mín!“
Þá gall við hljóð úr horni:
„Já! Léttúðugu meyjar, hórkonur og bersyndugar eru góðar
til handa drottni, þegar ég vil ekkert lengur með þær hafa!“ —
Það var djöfullinn, sem talaði, en hér anzaði honum enginn.
Þögn.
— Þögn. — Þá er þögn.
— t þögninni einni talar drottinn allsherjar, almáttugur
skapari himins og jarðar. —
Og höfuðskepnurnar allar, og dauðinn, og frelsari mann-
anna, drúpa í takmarkalausri kurteisi, sem er öllum mann-
legum dyggðum og mannlegum skilningi æðra.
Og þegar skaparinn talar, þá talar hann í þögninni, hinni
óskiljanlegu þögn, sem jafngildir fótataki flugunnar og öskri
ljónsins:
„Hún liefur crft lxið æ-lifa lífið!“ —
Þá kváðu við þúsundir kliðmjúkra óma, knýjandi andvörp
jarðneskra hljóma, því að nú hafði skaparinn talað. Og allar
lifandi verur jarðarinnar fóru á kreik, og liver einasta lofsöng
skaparann á sina tungu. Og allur þessi kliður rann saman í
einn allsherjar, samstilltan hörpuhljóm: niður vatnanna, þytui'
stormsins, ofsi og ylur eldsins og þakkargerð moldarinnar:
Allt rann sainan í einn dýrðar-lofsöng, sem ómar enn í dag '
öllum kirkjum víðrar veraldar og í ástinni og i voninni og '
trúnni og í allra hjörtum um allan heim:
„Hinn sæli og alvaldi konungur konunganna og drottinn