Eimreiðin - 01.07.1943, Page 101
eim heiðin
FÓRN ÖRÆFANNA
277
(Irottnanna, sem einn saman hefnr ódauðleik, sein býr í því
ijósi, er enginn dauðlegur maður fær til komizt, sem eng-
inn dauðlegur hefur séð —r honum sé heiður og æ-líft veldi!“
Hún vaknaði í dúnxnjúkri rekkju með drifhvítum búnaði.
En hvar var hún? Hræðilegan draum hafði hana dreymt!
Hún fann til eymsla hér og þar í líkamanum. En þegar hún
fór að skoða hvað að sér væri, sá hun ekki neitt. Hun var
alls staðar alheil; tilkenningin var aðeins afleiðing draumsins
hræðilega. En hvað líkami hennar var allur fagur og léttur;
fannst eins og hún mundi geta svifið í lausu lofti. — „Ó!
Jesús minn almáttugur!" — Þarna lá þá blessaður litli dreng-
urinn hennar hjá henni i rekkjunni og horfði á hana opnum,
skinandi augum. Hún tók hann upp. Hann var bústinn og al-
heill, og hún gaf honum brjóst. En hvað brjóstin hennar voru
orðin byngin og risu hátt; full af mjólk, og blessaður litli
stúfurinn drakk nægju ,sina og virtist sofna í fað.mi hennar.
Hún hafði aldrei fundið til þvílíkrar sælu. Vist ætlaði lnin að
fyrirgefa föður drengsins hennar og verða verndarvættur
hans, þótt hún hefði orðið að liða hundrað sinnum — já, þús-
und sinnum meiri þjáningar. Og svo opnuðust dyr, og Skuggi-
hryggur gægðist inn, feiminn og hikandi. Hún kallaði til
hans: „Skuggi-Tryggur! Ert þú þarna, blessaður vinur minn!
En hvað madaman á Húsafelli er góð við okkur öll! “ Enda
þótt hér væri allt öðruvísi og miklu finna en hann hafði átt
við að búa, þá gleymdi hann því í gleði sinni; flaðraði til
hennar vælandi og alla leið upp í snjóhvít rekkjuklæðin, rak
hlautt trýnið í andlit hennar, kyssti hana marga^. kossa og
skældi af fögnuði. — En svo kom hvítklætt fólk, bæði karlar
°g konur, göfugmannlegt og góðlegt, með margs konar áhöld,
°g Skuggi-Tryggur var horfinn. Þetta fólk tok hana og harnið
hennar, flutti þau til og setti þau í kerlaugar, sitt í hvora, fullar
af einhverjum vökva. Þar lágu þau uin stund. Þá sa hún bæ-
i»n sinn; hann var þarna rétt hjá, að því er henni sýndist. Og
það var snjór á þakinu. Og þarna var hríslan hennar, og það
higu plögg á greinunum, en á grjóthrúgunni i kringum hana
v°ru kirnur; það var allt með kyrrum kjörum. Hún hafði
valið þessa hríslu sjálf úr skóginum og látið Hann velja hana