Eimreiðin - 01.07.1943, Síða 104
280
FRÁ LANDAMÆRUNUM
EIMHEIÐIN
staðar undrandi, því að það
rann i sama vetfangi upp fyrir
mér, að ég hafði séð þetta allt
fyrir löngu síðan, bæði lit-
skreyttan ganginn, bláleita birt-
una, hnotviðarhurðirnar á báð-
ar hendur, veggina og hinn
skrautlega inngang í reykskál-
ann. Ég áttaði mig loks á, hvar
ég hefði séð allt þetta áður: í
draumnum, sem mig dreyindi,
þegar ég var aðeins ellefu ára.
Hér sá ég sömu sýnina, í hverju
smáatriði eins og í draumnum.
Lælcningin.
Á uppvaxtarárum mínum
dvaldi ég á sveitabæ einum og
stundaði venjuleg sveitastörf. Á
bæ þessum var gamall maður,
sem átt hafði þar heima um
margra ára skeið, verkmaður
ágætur og húsbóndahollur og
trúr. Vor eitt fékk þessi gamli
maður slag og lá eftir það
rúmfastur i hálft ár og mátti
sig hvergi hræra. Hann vonað-
ist þó jafnan eftir því að hljóta
bata og komast aftur á fætim,
svo að hann nxætti gegna störf-
um sem áður. Þó dvínaði þessi
von eftir því sem legan lengd-
ist, og almennt var svo litið á
af heimilisfólkinu að hann
mundi ekki eiga afturkvæmt á
fætur.
Þá er það einn morgun, að
gamli maðurinn vaknar óvenju-
lega hress í hragði og kveðst
nú vita með vissu, að 'hann
muni bráðlega ná fullri lieilsu
og komast á fætur. Segir liann
sig hafa dreymt draum einn þá
um nóttina, senx hafi algerlega
sannfært sig um þetta. Ég innti
hann þá nánar eftir draumnum,
og kvað hann sig hafa dreymt,
að ég lxefði komið til sín með
meðal, sem hann vissi í drauxnn-
urn, að honum nmndi batna af
til fxills.
Draumurinn var ekki lengri,
en á afmælisdaginn minn, fá-
einum dögum síðar, lézt gamli
maðurinn. Það má nú að vísu
segja, að sú ráðning draumsins,
að dánardægur gamla mannsins
hafi átt að bera upp á afnxælis-
'daginn nxinn, sé nokkuð langt
sótt, hér hafi aðeins verið um
tiiviljun að ræða. Sé svo, þá
hefur ]>að að minnsta kosti
verið mjög einkennileg tilviljun.
Jóhann Sigurjónsson.