Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1945, Page 17

Eimreiðin - 01.10.1945, Page 17
EIMREIÐIN Október—dezember 1945 LI. ár, 4. hefti Við þjóðveginn. 17. nóvember 1915. Smásjá stórveldanna var oft nefnd í ræðu og riti hér á landi styrjaldarárin, en sjaldnar mi. Það verkfæri er þó enn í notkun og verður. íslenzkt stjórnmálalíf er stöðugt undir smásjánni. Og margt kemur skrítið í Ijós. Fyrirferðarmest síðustu vikurnar er hinn ákaflegi vindmyllubardagi, er staðið hefur út af orðrómi, sem enn fæst ekki staðfestur né aftur rekinn af réttum aðilum. Ef til vill verður bó búið að gera annaðhvort, jtegar línur jtessar koma fyrir sjónir almennings. Fyrra hluta októbermánaðar gaus orðrómurinn upp, um að eitthvað mikilvægt væri á döfinni í íslenzkri utanríkis- pólitík. Sögurnar héldu áfram á sveimi — og svo er enn. Fólkið spyr hvað sé hæft í orðrómnum og hvaðan liann sé kominn. Sumir halda, að lekið liafi frá einhverjum j)ing- manna. I jíinginu var haldinn lokaður fundur rétt eftir að j)að kom saman 1. október síðastliðinn. Víst er um j)að, að einhvern veginn kom sú fregn á loft, að bar liefði verið til umræðu tilboð frá Bandaríkjastjórn um áframhaldandi lier- vernd liér á landi, — leigu á herstöðvum hér eða eitthvað því um líkt. Smámsaman magnaðist fregnin eins og fjöðrin í ævintýrinu hans Andersens. Yfir j)jóðina tók að rigna skeyt- um um það, hvað sagt væri í Moskva, Stokkhólmi, Kaup- mannahöfn og jafnvel víðar um atferlið hér heima í þessu mikilvæga utanríkismáli. Stundum fylgdu ráðleggingar og eggjanir. Efnt var til fimdahalda í Reykjavík og skeleggar samþykktir gerðar í flokksfélögum og meðal stúdenta. Má það öllum gleðiefni verða, liversu vígreifir íslendingar gerast

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.