Eimreiðin - 01.05.1960, Page 10
98
EIMREIÐIN
Húsið þeirra í ljósum loga
leikið heldur grátt.
Ekki var hún, veslings konan,
við þau örlög sátt.
Krásir, húsgögn, góða gripi
grét hið aldna víf.
Sami bruni er bæinn eyddi
brenndi hennar líf.
Hugurinn var heima ennþá,
hræðslan knúði fót
burt frá flestu er hún unni
auðn og skorti mót.
„Ég er, góði Lot minn, lúin
leyf mér stundarró“.
„Afram kona,“ engin miskunn
í þeim manni bjó.
„En sú birta, en þeir litir“,
æpti konan tryllt,
„fjólublátt og fagurrautt
það funar skært og gyllt“.
„Reiðiásjón alvalds Jave
enginn líta má,
né hans boðum breyta móti:
Bölvun lýstur þá.
ENGINN LlTI AFTUR, sagði
andi Drottins mér“,
mælti Lot, en konan kveinar,
kvelst og barmar sér.
Loks komst upp á lága brekku
litli hópurinn.
Hvað haldið þið kveini og veini
konugarmurinn:
„Góði Lot ég gleymdi heima
gamla kettinum“.