Eimreiðin - 01.05.1960, Page 29
EIMREIÐIN
117
Það minna verið á annarri eins
öld? Nú fann hann líka, að löng-
l)nin til að láta þessa bíóvinkonu
hlæja að í'yndni, var horfin. Konan
hans var að vísu hætt að hlæja að
skrítlum, en hún var góð kona.
„Eg verð að kveðja þig. Vagn-
lnn minn fer eftir augnablik."
„Einhvern tíma sjáumst við aft-
Ur>“ sagði hann.
Hún rétti honum höndina,
brosti, eins og margar konur gera
ósjálfrátt til að blíðka tilveruna,
en leit varla á hann. Svo hvarf hún
honum.
Hann settist niður á bekk, eins
og hann væri að bíða eftir vagni.
„Sjáðu karlinn, sem bara situr og
hugsar,“ heyrði hann gáskafulla
barnsrödd segja í hálfum hljóðum..
GÖMUL SAGA EN ALLTAF NÝ.
Sú saga er sögð af Abraham Lincoln, að eitt sinn var hann úti á göngu
Uleð tvo syni sína. Þeir voru óánægðir með eitthvað og voru báðir háskæl-
, Udi, er Lincoln mætti einurn kunningja sínum. Maðurinn spyr Lincoln
Ver sé ástæðan fyrir ógleði drengjanna.
~~ hað er sama óánægjan og alltaf hefur ríkt í heiminum, svaraði Linc-
n. — Eg hefi þrjár valhnetur í vasa mínum, og hvor þeirra heimtar tvær.