Eimreiðin - 01.05.1960, Page 67
EIMREIÐIN
155
Hér vil ég sjá þá. Andspœnis steininum.
Andspœnis þessum líkama með slitna tauma.
Ég vil að þeir sýni mér einhverja lausn
handa þessum dauðabundna formanni.
Ég vil að þeir kenni mér harm líkan fljóti
með þokuhjúpa og djúpa árbakka,
til að flytja likama Ignacios og svo hann hverfi
án þess að þurfa að hlusta á megnt bölv nautanna.
Svo hann liverfi i kringlótt torg mánans
sem risandi líkist sorgmœddu stöðnu nauti:
svo hann hverfi i nóttina án söngs fiska
og i hvitan mökk frosins reyks.
Ég vil ekki að þeir þeki andlit hans klútum
svo hann venjist þeim dauða, sem hann ber.
Forðaðu þér, Ignacio; dveldu ekki i heitu bölvi.
Sofðu, fljúðu, hvílztu; jafnvel liafið deyr!
IV.
FJARVIST SÁLAR
Ekki þekkir þig nautið né fíkjutréð,
né hestar, né maurar úr húsi þínu.
Ekki þekkir þig barnið né kvöldið
því þú ert að eilífu dáinn.
Ekki þekkir þig linakki steinsins,
né svart silkið, sem þú hnökrar.
Ekki þekkir þig þin hljóða minning
þvi þú ert að eilífu dáinn.
Haustið mun koma með kufungssnigla,
skyggð vinber og klasa fjalla,