Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1960, Síða 78

Eimreiðin - 01.05.1960, Síða 78
166 EIMREIÐIN virði miður snillyrði og alla and- lega vopni'imi feðra sinna og mæðra en Fjósa-Moldar og Öskubuskur síðustu kynslóðar og þaðan af eldri menn. Einkum bar þó frá fyrr á árum hve mjög orðum og atvikum var svarað með heilum og hálfum vísum. Þótt ekki væri skáldskapur- inn alltaf reisulegur var kunnáttan í versagerðinni og smekkurinn fyrir tæknilegri útgerð ljóðmælisins tíð- ast öruggur (misjafnt samt nokkuð eftir landshlutum). Raunar væri gott að taka öllum umskiptum sem liorfa kynni til vit- rænna landvinninga, frumleika og fegurðarauka, stuðlaskekkjur eða stuðlavöntun, bragliðabrengl eða bragliðaleysi eru aðeins villur eða hrörnun rétt eins og flámæli eða fallaruglingur og þó til einhæfni fremur en fjölbreytni. Svo er með ýmislegt annað nýtt eða ungt í aldri. Það liggur þannig ekki Ijóst fyrir að það sé lagfæring á rökhugs- un að segja þeim, sem við er talað eins og nú er farið að tíðkast „Ég heyri í þér,“ svipaðast og málshefj- andi væri staddur í koki viðmæl- anda og fræddi hann þaðan á því að á þeim stað mætti einnig heyra sitt af hverju. Áður var gjarnast sagt í þess stað: ,,Ég heyri til þín.“ Nú íyrir fáum misserum fóru leiknir ljóðasmiðir víða um land, botnuðu aðsenda fyrrihluta vísna fyrir samkomugesti og tóku við kveðlingum frá þeim til mats undir verðlaunaveitingar. Einn þessara víkinga hefur sagt mér, að 80% heimamanna kveð- skaparins hafi verið rangt kveðinn. Sjálfur hef ég innan félagsskapar, sem þó nokkuð fæst við stökusmíð, séð og heyrt framkomugott og skynsamlegt fólk flytja eftir sjálft sig bragðliðaskakkar og vanstuðl- aðar ómyndir, að vísu voru það að- eins þéttbýlisbúar, sem svo fóru að, en voru þeir ekki líklegastir manna til að liafa orðið samdauna liinum nýju straumum? Þessa breytingu tel ég skaðlega- Verst er þó ef óhreinindin eru orðin enn grómteknari og víðar en mann varir og til þess bendir margt. Það er jafnvel ekki frítt við að sigur- hróss nokkurs gæti hjá þeim fáu grjótpálum hins nýja siðar, sem ég lief átt tal við og á þeirn sé að heyra að nú hafi þjóðin rétt þeirn litla fingurinn og rnuni skammt til að tekin verði höndin öll. Þarf því engan að furða þótt farið verði að reyna að losa tak þeirra og rýna fram á leið til öryggis og fróðleiks ef þangað yrði haldið sem tosið þeirra togar. Þangað að líta blasú eitt tylliboð við. Frelsi er auglýst- Orðið er fagurt, og frelsi til hugs- unar er grundvallarnauðsyn, sömu- leiðis frelsi til þeirra athafna, sem góðir siðir, drengskapur, borgara- leg lög og náttúrulögmál setja ekki sérstakt bann við, en frelsi til að smeigja allskonar samsetningi und- ir skikkjufald ljóða og svíkja þann- ig inn á menn, það er frelsi til föls- unar og er þá engu verra að selja næsta oddvita svart æreyra sem minksrófu og hefur um þess háttai framkomu dómur gengið. Ekkert er til né hefur verið tih sem jafnvel hafi lyft þjóð okkar upp úr skrælingjahætti og menn- ingarskorti eins og sá jöfnuður til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.