Eimreiðin - 01.05.1960, Síða 81
EIMREIÐIN
169
Va£ri sjálfum manni og öðrum hafði
kennt áhrifanna af stríðs og eftir-
stríðsárum tuttugustu aldarinnar
°g fyrir þeim og stórsóttum nazisma
°g kommúnisma komst allt á ring-
uli'eið. I>á skreið Ijóðasiðleysið af
stað eins og tæring í kjölfar kvef-
s°ttar og breiddist út með verkum
ábyrgðarlítilla flaustrara, með
gaspri óþroskaðra unglinga og bók-
lðJu nokkurra nostursamra fagur-
bera, sem töldu og telja enn óráð-
Vendni að þýða lausbundið eða
bbundið skáldverk annarrar þjóðar
1 annað form en lausalopaskap
frummálsins. Þannig var líka auð-
Veldara að rusla upp lesmáli ef
vinna þurfti til skáldstyrks. Ein-
bverjir myndu miskunna sig yfir
flest, þótt þá væri ekki slegið á
Breið heldur hjakkað í Ruddu.
Hér var aðeins tilætlunin að
benda á eitthvað af orsökum og af-
leiðingum breytinga þeirra, sem
bornar eru fram eins og gjaldgeng
ljóðform væru, og vekja athygli á
hvort sá verknaður sé ekki beinn
sýkilburður að hjartarótum máls
okkar íslendinga, því sú er trú mín
að verið geti. En sé þar fyrir íhalds-
semi eða verri orsakir vegið að sak-
lausum skilst mér ekki annað en
réttur málstaður muni þola spurnir
og rengingar og áhangendur hins
nýja siðar megi gjarnan vita hverju
þeir eru haldnir spilla, því jafnvel
yndi sitt skal til nokkurs gagns
hafa, en aldrei til meingjörða.
^íaður nokkur kom í heimsókn til skozks prests og bauð honum í pípu.
”Nei, þökt, fyrir,“ svaraði presturinn. „Ég er steinhættur að reykja pípu. Þeg-
ar eg reykti mitt eigið tóbak, hugsaði ég alltaf út í það, hve dýrt væri að
reykja, og reykti ég frá öðrum var sífellt svo fast troðið í pípuna, að ómögu-
e§t var að láta lifa í henni.“