Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 12
OG ÉG LÍKA?"
Reykjavíkursvæðinu og skoðaðar aðstæður nokkurra fatlaðra barna. Fjallað verður
um viðhorf til þessara barna eins og starfsfólkið lýsir þeim, skipulag og starfsaðferð-
ir í leikskólanum, samskipti starfsmanna við börnin og félagsleg tengsl milli barn-
anna.
LEIKSKÓLAR OG BÖRN MEÐ FÖTLUN
Leikskólinn er fyrsta skólastigið í menntakerfinu og er fyrir börn undir skólaskyldu-
aldri. Starf leikskóla byggir á lögum um leikskóla nr. 78/1994. Rauður þráður í mark-
miðum leikskólalaga er að börnin skuli njóta hollra og öruggra uppeldisskilyrða, taka
þátt í leik og starfi og njóta fjölbreyttra uppeldiskosta barnahópsins. Efla skal þroska
þeirra í samræmi við eðli og þarfir og þau eiga að fá að njóta bernsku sinnar. Enn
fremur skal stuðla að umburðarlyndi og víðsýni barna og jafna uppeldisstöðu þeirra
í hvívetna.
I umræðu um fötluð leikskólabörn hefur gjarnan verið lögð áhersla á að þau hafi
sérstakar þarfir sem.þurfi að mæta en síður hefur verið rætt um að þau hafi sama rétt
og önnur börn. Réttur fatlaðra barna til leikskólavistar er þó vel tryggður í lögum og
reglugerðum. I Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (1992) er talað
um jafnan rétt barna hverjar sem aðstæður þeirra eru og Salamancayfirlýsingin
(1994), sem íslendingar hafa staðfest, kveður á um rétt allra barna til að sækja al-
menna skóla. Samkvæmt lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992 eiga fötluð börn rétt
á leikskóladvöl í almennum leikskólum. I 15. grein laga um leikskóla nr. 78/1994 seg-
ir: „Börn á leikskólaaldri, sem vegna fötlunar, tilfinningalegra, eða félagslegra erfið-
leika þurfa sérstaka aðstoð og þjálfun, eiga rétt á henni innan leikskólans undir hand-
leiðslu sérfræðinga." í Aðalnámskrá leikskóla (1999) er enn fremur kafli um sérþarf-
ir barna. Þar segir að öll börn hafi þörf fyrir samneyti við önnur börn og að leikskól-
inn eigi að taka tillit til þarfa hvers einstaks barns svo að það fái notið sín í barna-
hópnum.
Flest börn með fötlun á leikskólaaldri í Reykjavík eru í almennum leikskólum. Af
5462 börnum í leikskólum Reykjavíkur í árslok 2001 nutu 131 barn sérstuðnings sam-
kvæmt 1. og 2. fötlunarflokki. Enn fremur fékk hver leikskóli ákveðið fjármagn í hlut-
falli við fjölda barna í leikskólanum, til þess að geta sinnt sérþörfum barna sem falla
í 3. og 4. flokk' (samtal við Helga Hjartarson hjá Leikskólum Reykjavíkur, 15. apríl
2002).
1 Börnum með fötlun er skipt í flokka eftir því hversu fötlun þeirra er alvarleg og ákvarðast fjöldi
stuðningstíma sem barninu er úthlutað meðal annars í samræmi við fötlunarstig barnsins. I fyrsta
og öðrum flokki eru börn með mikla eða nokkuð mikla fötlun. í þriðja og fjórða flokki eru börn
sem þurfa aðstoð vegna vægrar þroskahömlunar eða annarra aðstæðna og er það viðkomandi
leikskóli sem metur þörf þessara barna fyrir aðstoð.
10