Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 14
„ O G E G L I K A ? "
ákveðið stjórnað af kennaranum. Barnahópurinn og leikurinn hurfu í skuggann.
Leikur er sjálfssprottin athöfn, sem barnið stýrir sjálft og gerir einungis vegna gleð-
innar sem hún veitir. í uppeldi fatlaðra barna breytist leikurinn stundum í þjálfun og
það sem átti að vera leikur verður að vinnu eða kvöð. Fötluðu börnin missa þá af
gleðinni sem leikurinn veitir (Safford, 1989; Spodek og Saracho, 1994).
Nýjar áherslur í sérkennslu
Bandarísku fræðimennirnir Spodek og Saracho (1994) telja að hugmyndafræði leik-
skólauppeldis og hugmyndafræði sérkennslu séu að nálgast á nýjan leik. Forkólfar
leikskólauppeldis kynntust viðhorfum samvirknikenninga3 sem gera ráð fyrir að
þroski og hegðun ráðist af samvirkni erfða og umhverfis. Talið var að örvandi um-
hverfi í bernsku gæti haft úrslitaþýðingu fyrir þroska barna. Á sjöunda áratugnum
voru Head Start áætlanirnar settar á laggirnar í Bandaríkjunum. Þar var fátæktinni
sagt stríð á hendur og bæta átti forskólabörnum upp léleg uppeldisskilyrði heima
fyrir. í þeim áætlunum var leitast við að efla alhliða þroska barna og gert ráð fyrir
samvinnu við foreldra og samfélagið sem barnið óx upp í. Oft var þá sótt í smiðju til
sérkennslunnar í sambandi við aðferðir og áætlanagerð.
’ Spodek og Saracho (1994) segja að í ljós hafi komið í Bandaríkjunum að leikskóla-
uppeldi gat haft áhrif til góðs bæði fyrir fátæk börn og börn með sérþarfir, en í Head
Start leikskólum var algengt að allt að 10% barnanna væri með fötlun eða umtals-
verðar sérþarfir. Því hafi almennum leikskólum verið gert að sjá um uppeldi barna
frá 3ja ára aldri, einnig barna með fötlun. Algengt varð, þegar fötluð börn fóru að fara
í almenna leikskóla, að sérkennarar og leikskólakennarar ynnu hlið við hlið, og
reyndar áttu allir leikskólakennarar að geta annast börn með fötlun. Afleiðingar
þessa urðu að kennsluaðferðir í almennu leikskólauppeldi og sérkennslu nálguðust
hver aðrar. Spodek og Saracho (1994) telja að fræðilegur grunnur sérkennslu hafi
einnig breyst. Rannsóknir bentu eindregið til að margar sérkennsluaðferðir gæfu ekki
betri raun en venjulegar kennsluaðferðir (Spodek og Saracho, 1994). Börn læra ekki
bara af kennaranum heldur jafnframt af öðrum börnum. Börn með fötlun lærðu líka
af ófötluðum fyrirmyndum og lærðu því meira í almennum leikskólum en börnin
sem voru í sérbekkjum með öðrum fötluðum börnum (Spodek og Saracho, 1994).
Áætlanir sem gerðar voru fyrir börn með sérþarfir breyttust í samræmi við þessa vit-
neskju. Aðferðir sem tóku mið af hugsmíðahyggju4 og frumkvæði barnanna hafa sótt
á gagnvart aðferðum atferlisstefnunnar. Þannig má segja að bæði hvað snertir hug-
myndafræði og aðferðir hafi sérkennsla og almennt leikskólauppeldi færst nær hvort
öðru og skilningur fer vaxandi á því að lítil börn, fötluð og ófötluð, eigi meira sam-
eiginlegt en fötluð börn á ólíkum aldri (Safford, 1989; Spodek og Saracho, 1994).
Kari Lamer (1997) talar um að innan sérkennslufræðinnar séu breytt viðhorf. Áður
beindist athyglin að hverju einstöku barni og áhersla var lögð á að greina vanda
barnsins og bregðast við honum með því að lagfæra barnið. Nú er minna lagt upp úr
3 Samvirknikenningar er þýðing á interaction theories.
4 Þýðing á constructivist approaches.
12