Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Qupperneq 15
ELSA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
þessari einstaklingsbundnu uppeldisfræði en sjónum frekar beint að almennum upp-
vaxtarskilyrðum í leikskóla og grunnskóla og endurbótum á skipulagi og stjórnun.
Lögð er áhersla á það sem barnið getur frekar en það sem það getur ekki og rnikið er
lagt upp úr því að styðja við leik og vináttu meðal barnanna. Félagsfærni hefur ver-
ið vanmetinn þáttur í þroska barna. Námshæfileikar, íþróttaiðkun og ástundun lista
hafa frekar verið taldir kostir hjá barni en sú hæfni að geta sett sig í annarra spor, deilt
með öðrum, vakið gleði og sætt ágreining. Nú beinist athygli uppalenda æ meira að
þessum þætti í þroska barnsins, því að ein besta forspá um gengi barna á fullorðins-
árum er hvernig því semur við önnur börn (Katz og McClellan, 1997; Lamer, 1997).
Eftir 1990 hafa hugmyndir um urím rín aðgreiningar5 (inclusive education) rutt sér til
rúms. Þá er í upphafi miðað við að nemendur séu ólíkir og að það eigi að sinna þörf-
um hvers og eins í sama umhverfi. Allir nemendur eiga sama rétt og eiga að fá tæki-
færi. Ekki er einblínt á nemandann og eiginleika hans heldur eru aðstæður, kennslu-
hættir og námskrá í sífelldri athugun. Kennarar skoða stöðugt eigin vinnubrögð með
það að leiðarljósi að bæta félagslega og tilfinningalega stöðu nemenda og efla þá í
þroska og námi. Lykilhugtök slíks skólastarfs eru samábyrgð og samstarf (Kristín Að-
alsteinsdóttir, 1992; Thomas, Walker og Webb, 1998).
í leikskólum er á margan hátt ákjósanlegur jarðvegur fyrir nám án aðgreiningar. Á
hverri deild byggist starfið á samvinnu starfsmanna og lögð liefur verið áhersla á að
efla heildrænan þroska barna en ekki þjálfa þau í sérstakri færni. í Aðalnámskrá leik-
skóla (1999) má sjá að hugtakið „þjálfun" er ekki lengur notað um nám fatlaðra barna
heldur er talað um „nám" og „kennslu" hvort sem barnið er fatlað eða ófatlað. Börn
læra við allar aðstæður í leikskólanum, í daglegum athöfnum, leik og í öllum sam-
skiptum. Alltaf verður að taka mið af þörfurn hvers barns og nriða kennsluna við þær.
Sérkennslu á ekki að slíta úr samhengi við uppeldisstarfið í leikskólanum heldur þarf
hún að vera samofin öllu daglegu starfi og allt starfsfólkið að vera inni í málunum
(Rannveig Traustadóttir, 2000).
Ný viðhorf í fötlunarfræðum hafa einnig haft áhrif. Félagslega líkanið (the social
model) af fötlun hafnar skýringum einstaklingslíkansins (læknisfræðilega líkansins),
sem leggur áherslu á að gallinn búi í einstaklingnum, vandinn stafi af skerðingu hins
fatlaða og fötlun sé persónulegur harmleikur. Áhersla er því lögð á að greina líkam-
lega og eða andlega skerðingu og síðan þarf að bregðast við með aðgerðum sem miða
að því að lagfæra hinn fatlaða til þess að hann hæfi betur samfélaginu. Félagslega
líkanið rekur fötlun hins vegar til þess að samfélagið hafi brugðist, þar sem ekki hafi
verið komið til rnóts við þarfir fólks með fötlun og fötlunin stafi af öllu því sem hindr-
ar fatlaða, svo sem fordómum, takmörkuðum réttindum, skertu aðgengi og sérstök-
um úrræðum í menntun, atvinnu og búsetu (Oliver, 1996). Fötlun er skilgreind sem
ákveðið form undirokunar og kúgunar. Urbætur í málefnum fatlaðra tengjast því
mannréttindabaráttu og miða að breytingum á samfélaginu öllu. í leikskólauppeldi
er vaxandi skilningur á því að í skipulagi og starfsháttum leikskólans verði að koma
til móts við öll börn, en það sé ekki barnanna að passa inn í leikskólastarfið.
5 Einnig er talað um heildtækn skólastefnu þegar þýtt er hugtakið inclusion.
13