Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 18
O G ÉG LÍKA?"
börnin. Leikskólarnir voru valdir í samráði við Dagvist barna (nú Leikskóla Reykja-
víkur) og var litið til þess að hægt væri að læra af því sem vel hefði tekist í uppeldis-
starfi með fjölbreytilegum barnahópi. í Leikborg byggðist starfið á hugmyndafræði
náms án aðgreiningar og þar voru börn með fötlun á öllum deildum. I Barnaborg var
fjölbreyttur barnahópur, bæði börn af erlendu bergi brotin en einnig börn með aðrar
sérþarfir. Öll nöfn sem fram koma í greininni eru gervinöfn og einnig er aðstæðum
stundum breytt.
Ra n n sókna raðf erði r
Notaðar voru eigindlegar rannsóknaraðferðir og gagna aflað með þátttökuathugun-
um og opnum viðtölum. Ég fór í heimsóknir í leikskólana, fylgdist með og tók að ein-
hverju leyti þátt í starfinu. í þátttökuathugunum er talið að athugandinn trufli minna
og falli betur inn í umhverfið ef hann tekur þátt í því sem verið er að gera á staðnum
(Taylor og Bogdan, 1998). Ég reyndi að hafa þetta í huga og einnig reyndi ég að setja
til hliðar fyrir fram gefnar skoðanir og koma í leikskólann með opnum huga. Hver
heimsókn stóð í um það bil þrjár klukkustundir. Ég var inni á deildunum, stundum
horfði ég bara á en stundum var ég með, til dæmis aðstoðaði ég við að klæða börnin
úr og í, taka saman leikföng, leika við börnin og syngja með í samverustundum. Ég
fór með börnunum í valstundir, samverustundir, sérkennslutíma, vinnustundir og
útivist. Oft kom ég á morgnana og sá þá þegar foreldrarnir komu með börnunum.
Nokkuð oft var ég á matartíma í leikskólanum og borðaði þá með börnunum. Ég
reyndi að gæta þess að skipta mér ekki af eða stjórna krökkunum, svo að ég yrði ekki
ein af starfsstúlkunum í þeirra augum. Krakkarnir tóku mér vel, sumir vildu fá mig
til að lesa fyrir sig, hneppa, reima eða ýta sér í rólunum en aðrir skiptu sér ekkert af
mér.
Þegar leið á rannsóknina fór ég að einbeita mér að því að skoða leik og samskipti,
bæði barnanna innbyrðis og einnig hvernig starfsfólkið kom fram við börnin og
hvernig það kom inn í samskipti þeirra og leik. Ég skrifaði ekkert niður á meðan á
þátttökuathuguninni stóð en þegar heim kom ritaði ég eins nákvæma lýsingu á stað-
háttum, fólki og viðburðum og mér var unnt.
í rannsókninni tók ég viðtöl við starfsfólk leikskóla og foreldra. Eftir því sem ég
kynntist starfsfólkinu fann ég við hverja mér þætti áhugavert að tala. Ég leitaðist við
að tala við sem flestar starfsstéttir í leikskólunum. Viðtölin voru opin eða óformleg og
tekin upp á segulband. Hvert viðtal tók um það bil klukkustund og síðan afritaði ég
það nákvæmlega. Önnur gögn sem ég hafði voru lög, reglugerðir, námskrár, skýrsl-
ur og bæklingar frá leikskólunum.
Gagnagreining fór að nokkru leyti fram um leið og gagnaöflun. Eftir því sem rann-
sókninni miðaði áfram urðu nokkrar spurningar áleitnar sem ég reyndi að finna svör
við. í lok hverrar þátttökuathugunar og viðtals skrifaði ég smáhugleiðingu um áhrif
sem ég hafði orðið fyrir og hugmyndir sem voru mér efst í huga strax og komið var
af vettvangi. Aðalgagnagreiningin var svo fólgin í því að lesa gögnin aftur og aftur,
draga út áhugaverð atriði, leita að sams konar atriðum annars staðar og bera saman.
j
16