Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Síða 19
ELSA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
Viðhorf til barna með fötlun. Fullgildir leikskólaþegnar?
Til þess að gera mér grein fyrir því hvaða sess fötluð börn höfðu í leikskólasamfélag-
inu hlustaði ég eftir viðhorfum starfsfólksins. í viðtölunum komu fram ólíkar skoð-
anir á dvöl barna með fötlun í leikskólum. Hér eru nokkur atriði sem voru áberandi
hjá viðmælendum mínum.
Oöryggi og vandræðagangur
Sumt af starfsfólkinu nefndi að fólk væri feimið og hrætt við börn með fötlun og jafn-
vel við foreldra þeirra. Sólrún, leikskólakennari í Leikborg, segir að þótt algengt sé að
börn með fötlun séu inni í leikskólunum, séu ekki allir leikskólar tilbúnir til að taka
á móti öllum börnum. Hún segir: „Það er svo rosaleg hræðsla í fólki." Fötluðum
börnum fylgi svo mikið, alls konar græjur og starfsfólkinu hrjósi hugur við öllum
þeim aðilum sem þurfi að hafa samskipti við, „og allir svo stífir og upp á móti öðr-
um ... og öll þessi pappírsvinna". Ef til vill má skýra þetta viðhorf sem Sólrún nefnir
með því að litið hefur verið á börn með fötlun sem vandamál sem fólk treystir sér
ekki til að takast á við. Enda hafa það bara verið „fræðingar" sem höfðu vit á fötluð-
um börnum (Thomas o.fl., 1998; Tomlinson, 1996). Það vill stundum gleymast að
börn með fötlun eru fyrst og fremst börn, í öðru lagi eru þau fötluð.
Sólrún segist sjálf aldrei liafa verið hrædd við fötluðu börnin en „fyrst var ég ofsa
hrædd við foreldra fatlaðra, hélt að það yrði eitthvað ofsalega erfitt, yrði bara grátið
á öllum fundum". Sólrún talar líka um að foreldrar ófatlaðra barna spyrji ekki mikið
um fötluðu börnin. Hún álítur að þeir séu líka eitthvað hræddir, þori ekki að tala við
þann sem á fatlaða barnið, „aumingja þau, ég þori ekki að tala við þau, þau eiga ein-
hverfan son eða barn sem ekki talar". Þetta kemur heim og saman við það viðhorf
einstaklingslíkansins að fötlun sé harmleikur fjölskyldunnar en ekki mál samfélags-
ins (Christensen, 1996; Fulcher, 1989).
Leikskólastjórinn í Leikborg sagði að það hvíldi ákveðin dulúð yfir börnum með
fötlun. Það er svolítið leyndarmál, þetta sem verið er að gera með þessum börnum,
„svona þegar stuðningsaðilinn fer, þrammar af stað og býður jafnvel einum með".
Leikskólastjórinn sagðist mjög gjarnan vilja sjá að þessum leyndarhjúpi yrði svipt
burt því að hann geti valdið því að fólk treysti sér illa til að kenna fötluðum börnum.
í máli Grétu leikskólakennara kom fram að þörf sé á hugarfarsbreytingu. Flestir for-
eldrar sem eiga börn á Leikborg eru samþykkir því að börnin þeirra umgangist fötl-
uð börn. En sumir foreldrar láta ekki börnin sín á Leikborg vegna þess að þar eru fötl-
uð börn. Það vilja ekki allir samfélag fyrir alla og stundum stangast á viðhorf heim-
ila og leikskóla til barna með fötlun. Ófötluðu börnin fá þá tvenns konar skilaboð,
önnur boð heima en í Ieikskólanum, segir Gréta.
Fatlaða barnið mó ekki trufla
Leikskólavist barna með fötlun virðist ekki alveg sjálfsögð. Þroskaþjálfi talar um
samveru fatlaðra og ófatlaðra barna í leikskóla. „Mér finnst þetta mjög gott svo lengi
sem þeirra fötlun er ekki þannig að þau séu að trufla önnur börn, eða þú veist
17