Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 24
„OG É G LÍKA?"
ágætlega í þessu skyni og börn sem ekki tala nota aðrar leiðir til tjáningar og ef til vill
einnig til hugsunar. Starfsfólkið í Barnaborg og Leikborg notaði fjölbreyttar aðferðir
við að efla málþroska barnanna og gefa þeim verkfæri til tjáningar í samskiptum og
leik. Skilningsvana börn bregðast illa við umhverfi sínu. Börnin í rannsókninni gátu
orðið illviðráðanleg þegar þau skildu ekki hvað var í vændum eða kröfur sem til
þeirra voru gerðar. Tákn með tali og sjónrænar ábendingar eru dæmi um aðferðir
sem einfalda skilaboð og hjálpa börnum að komast í skilningssamband við umhverf-
ið. I Ijós kom, að væri vel unnið með þennan þátt, hurfu oft ýmis vandamál sem áður
voru eignuð fötlun eða sérþörfum barnsins.
Mólörvun
Málörvun gengur eins og rauður þráður í gegnum allt leikskólastarfið. í öllum grein-
um, myndlist, söng, hreyfingu, spilum og hlutverkaleik eru börnin að læra málið bet-
ur og betur. Málörvun fer fram hvar sem er, í samverustund, vinnustund, fataklefa,
við matarborð, á salerni og í útivist. Þegar Finna var að gefa Ragnari morgunmatinn
talaði hún stöðugt við hann um það sem var að gerast „nú er Óli kominn ... Sigga átti
afmæli í gær". Þannig setti Finna orð á atburði líðandi stundar og örvaði málskilning
Ragnars. Mikið var unnið að því að gera ritmál sýnilegt, hlutir voru merktir og not-
aðar flettitöflur þegar börnin voru að semja ljóð og sögur. Einnig gafst vel að nota
kennsluefnið Ótrúleg eru ævintýrin, en þá eru myndir notaðar með sögum sem starfs-
fólkið segir börnunum. Myndirnar auðvelda börnum að fylgjast með frásögn og end-
ursegja efnið.
Táknmál heyrnarlausra
í öðrum leikskólanum er hópur heyrnarskertra barna. Þau eru á deild með heyrandi
börnum þar sem jöfnum höndum er talað táknmál og íslenska. Öll börnin á deildinni
kunna táknmál og sum barnanna eiga heyrnarskert foreldri eða heyrnarskert systk-
ini. Starfsfólk deildarinnar hefur allt farið á námskeið í táknmáli heyrnarlausra og þar
var einnig heyrnarlaus starfsstúlka. Samverustundir fóru fram bæði á íslensku og
táknmáli og greinilegt var að starfsfólkið náði vel til allra barnanna.
Tákn með tali
Tákn með tali er málörvunaraðferð sem mikið er notuð í leikskólum. Hún er ætluð
heyrandi börnum með.tal- og málörðugleika. Tákn með tali byggir á látbragði, bend-
ingum og svipbrigðum ásamt tilbúnum táknum. Táknin eru notuð samhliða tali og
aðeins eru táknuð lykilorð hverrar setningar. Einn aðalkostur aðferðarinnar er að tal-
að er hægar þannig að barn með slakan málþroska á auðveldara með að skilja. Tákn
með tali gefur börnum sem ekki tala leið til tjáskipta jafnframt því að örva málvitund
og málskilning. Oft er tákn með tali brú yfir í hið talaða mál og reynslan sýnir að jafn-
skjótt og barn getur sagt orðið sem táknað var, hættir það að nota táknið og talar frek-
ar.
Krakkarnir höfðu gaman af því að nota tákn. Þeir áttu allir sitt tákn og þau voru