Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Síða 27
ELSA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
Börn með fötlun standa höllum fæti í leik. Oft kunna þau lítið að leika sér. Sjálf-
sprottinn leikur þeirra er oft talinn ómerkilegur, jafnvel kölluð árátta og allt gert til að
fá barnið til að hætta að hrista lyklana eða hræra í kubbunum. Það þarf að aðstoða
þau við að taka þátt í leik með öðrum börnum því að þau eru bestu kennararnir.
Starfsfólkið talaði um að „þær séu voða mikið með í leikjunum, reynum að vera þátt-
takendur og kannski svolitlir stýrendur af því að þetta gerist ekki alveg af sjálfu sér".
Sólrún leikskólakennari segir frá því hvernig þær stuðla að því að börnin læri að
vera saman. Þær þurfi oft að vinna að því að koma einhverju tilteknu barni inn í hóp-
inn. Það þýði ekkert að setja bara fimm börn inn í herbergi og loka dyrunum. Leik-
skólakennarinn þarf að vera með í hópnum og vinna markvisst að því að fá barnið á
sitt band, fara með því inn í hópinn og styrkja barnið bæði í leik og starfi. Sólrún seg-
ir að það séu ekkert frekar fötluðu börnin en hin sem eiga erfitt með að komast inn í
hópinn.
Starfsfólkið telur að sjá megi ákveðna þróun í leiknum samfara aldri. Fyrst séu
börnin á eigin forsendum í leiknum, en smám saman geti börnin farið að setja sig í
spor hinna barnanna og fara í mismunandi hlutverk. Það séu alltaf samningaviðræð-
ur í upphafi hvers leiks, hver á að leika hvað og smám saman geti þau farið að taka
þátt í þeim „já, en það er kominn pabbi, það geta ekki verið tveir, ert þú lillan, hver
á að vera mamman"?
Sumir leikskólakennararnir töldu að „sérþarfabörnin", eins og þau eru oft nefnd,
sæktust eftir að leika sér saman og það væri algengt á útisvæði að sjá tvö og tvö
þeirra leika sér saman. Ég tók eftir því að hreyfihömluðu börnin voru mjög oft í sand-
kassanum og því ekki óeðlilegt að einmitt þau léku sér saman. Aðgengi í hin ýmsu
leiktæki er oft ábótavant og sandkassinn er stundum eini staðurinn sem börn með
fötlun geta notað með góðu móti. Börn með sérþarfir kynnast oft vel í ýmsum sértím-
um og það er ef til vill viðkynningin og að þau eru á sama stað (í sandkassanum) sem
veldur því að þau leika sér saman en ekki fötlunin út af fyrir sig.
Við skiptum heiminum gjarnan upp í andstæður í viðleitni okkar til að skilja eðli
hlutanna. Börn eru þannig fiokkuð í tvo flokka, fötluð og ófötluð eða hvít og svört. í
slíkri umræðu er gert ráð fyrir að flokkunareinkennið ráði mestu um gengi barnsins.
Rannsóknir Guralnik og Groom (1988) sýndu að þegar börn með fötlun og ófötluð
börn eru borin saman, standa börn með fötlun hinum ekki á sporði í félagasamskipt-
um og leik. Ófötluð börn leita síður eftir því að leika við börn með fötlun og þau eru
einangruð og afskipt. Hér vill gleymast að í „eðlilega" barnahópnum eru einnig börn
sem ekki eru sterk félagslega og eru einmana og vinafá. Janson (1997) segir að þegar
leikur mistakist hjá fötluðu barni og ófötluðu, þá sé fötluninni kennt um en það
gleymist að þar geti verið aðrar ástæður.
Oft þarf starfsfólkið að stuðla að samskiptum á jafningjagrundvelli og Björg
þroskaþjálfi á Leikborg sagði að í staðinn fyrir að segja: „Vilt þú leiða hann fram í
fataklefa?" væri hægt að segja: „Viljið þið leiðast fram?" í fyrra dæminu er verið að
láta barnið, sem er beðið um að leiða fatlaða barnið, í lið með starfsfólkinu en í seinna
tilvikinu er gert ráð fyrir jafningjasamskiptum. Björg telur að nauðsynlegt sé að
stuðla að slíkum samskiptum við matarborðið, í fataklefanum eða í biðröðinni við
vaskinn. Oft reyni þær að finna hlutverk fyrir þann sem er utanveltu. „Má hann vera
25