Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 29
ELSA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
sjálfsögð og einnig viðhorf sem töldu að þau ættu ekki erindi í almenna leikskóla
nema með þeim skilyrðum að þau féllu inn í hópinn.
í leikskólunum sem lýst var í greininni eru notaðar margvíslegar aðferðir til að
gera börnum með fötlun kleift að taka þátt í leikskólastarfinu. Ólík börn kalla á fjöl-
breytta starfshætti. Hugmyndafræði um nám án aðgreiningar, en samkvæmt henni
eru námskrá og kennsluaðferðir í stöðugri endurskoðun (Kristín Aðalsteinsdóttir,
1992), fjölþætta greind, sem auka líkur á að sérhver nemandi fái viðfangsefni við hæfi
og njóti sín (Armstrong, 1994) og samvinnunám þar sem framlag hvers barns er
nauðsynlegt til að hægt sé að ljúka verkinu (Hafdís Guðjónsdóttir, 1994), kom starfs-
fólkinu greinilega til góða. Athyglisvert var að þótt aðferðirnar væru hugsaðar fyrst
og fremst fyrir þessi sérstöku börn kom glögglega í ljós að fjölbreyttar starfsaðferðir
gagnast öllum börnum. Starfsfólkið æfðist í að horfa gagnrýnum augum á börnin. Og
þá blasti við, að fleiri börn en þau sem voru með skilgreindar sérþarfir þurftu á því
að halda að komið væri til móts við þau á einhvern sérstakan hátt.
Ýmsir starfshættir og skipulag í leikskólum stuðla að því að börn með fötlun eru
ekki nægjanlega sýnileg. Þau eru stundum tekin út úr hópnum og sérstök manneskja
vinnur með þeim að verkefnum sem hinir (börn og starfsfólk) í leikskólanum vita lít-
ið um. Börnin verða þá einkamál stuðningsaðilanna, og það stuðlar að einangrun
starfsmannsins og ekki síður barnanna. Yfir börnum með fötlun vill oft hvíla leynd
sem veldur því að annað starfsfólk álítur að það sé ekki í stakk búið til að annast fötl-
uð börn og kenna þeim.
Stundum gleymist að hafa allt barnið í huga þegar verið er æfa og þjálfa þá þroska-
þætti sem hvað slakastir eru. Einstaklingslíkanið af fötlun verður þá ráðandi, heild-
arsýnin á barnið gleymist og leikurinn, aðal náms- og þroskaleið barnsins, verður út
undan. Barn sem er á eftir í þroska þyrfti í rauninni að leika sér meira en önnur börn.
Reyndin er hins vegar oft sú að börn með sérþarfir leika sér minna vegna þess að
þeirra tími fer mikið í sérþjálfun. Starfsfólk þarf að geta stutt við leik og kennt börn-
um að leika sér því að þannig fá börn aðgang að félagahópnum. Leikskólinn er mikil-
vægur vettvangur til að mynda vináttutengsl, efla félagsfærni og bæta sjálfsmynd
allra þeirra barna sem þar dvelja, enda verður ekki séð annað en að lög og samþykkt-
ir um leikskólastarfið miði í sömu átt.
27