Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 34
HUGMYNDIR LEIKSKÓLABARNA UM NÁTTÚRUNA
barna í leikskólastarfinu. Hér verður fjallað um hugmyndir barnanna og hvort og þá
hvernig þær breyttust á rannsóknartímanum.”
Ákveðið var að athuga hugmyndir barnanna um eitthvað sem reyndi dálítið á
myndun hugmynda þeirra. Eitthvað sem krefðist umhugsunar af barnanna hálfu og
að þau kæmust ekki hjá því að leita sér skýringa á því sem gerist. Eitthvað sem væri
dálítið erfitt að skilja en stæði þeim þó það nærri að það vekti áhuga þeirra.
Tvenns konar ferli í náttúrunni urðu fyrir valinu, annars vegar hringrásir efna í
náttúrunni og hins vegar lífsferill blómplantna. í leikskólum er ekki óalgengt að fjall-
að sé um þessi viðfangsefni á einn eða annan hátt. Þannig er algengt að börn sái fræj-
um og fylgist með því sem upp af þeim vex. Á mörgum leikskólum taka börnin þátt
í moldargerð með því að safna ýmsu lífrænu sem til fellur og setja í safnhaug og um-
fjöllun um rusl er algeng. Þannig eru þessi viðfangsefni börnunum ekki alveg ókunn-
ug. I rannsókninni var ætlunin að fara mun dýpra í þessi viðfangsefni en oftast er gert
með svo ungum börnum.
FRÆÐILEGUR BAKGRUNNUR
Síðustu áratugina hefur mikil gróska verið í rannsóknum á hugmyndum barna um
náttúruna. Þessar rannsóknir eiga sér langa sögu. Fyrstu rannsóknirnar á þessu sviði
voru rannsóknir svissneska líffræðingsins og þróunarsálfræðingsins Jean Piaget
(1929) á þriðja áratug síðustu aldar. Hann rannsakaði hugmyndir barna á ýmsum
aldri um margvísleg fyrirbæri náttúrunnar. Þetta var áður en áherslan í rannsóknum
hans fór að snúast um einkenni hugsunar almennt, burtséð frá því um hvað var hugs-
að og við hvernig aðstæður. Á áttunda áratugnum gerðu tveir fræðimenn, Rosalind
Driver og Laurence Viennot, þekktar rannsóknir á þessu sviði sem beindu athygli
manna aftur að því hvernig hugmyndir börn og unglingar gera sér um ýmis fyrirbæri
í náttúrunni og mikilvægi þeirra fyrir náttúrufræðinám og kennslu (Sjöberg 1998). í
kjölfarið hefur mikiil fjöldi rannsókna verið gerður á hugmyndum barna og unglinga
um ólík náttúrufyrirbæri, s.s. rafmagn (Osborne 1981), hita og kulda (Hewson og
Hamlyn 1984), krafta (Gunstone og Watts 1985), ljós (Ramadas og Driver 1989), dýr
(Bell 1981), plöntur (Stavy og Wax 1989) og vöxt (Russell og Watt 1990). Eins og áður
sagði reyna börn frá unga aldri að koma einhverju skipulagi á heiminn í kringum sig
og finna sér skýringar á ýmsu sem þau sjá og reyna í umhverfinu. Margar þeirra hug-
mynda sem börn gera sér um heiminn eru að sjálfsögðu ekki í samræmi við það sem
við hverju sinni köllum vísindalega þekkingu. Þessar hugmyndir barna hafa menn
kallað ýmsum nöfnum. Talað er um forhugmyndir (preconceptions), barnavísindi
(children's science), ranghugmyndir (misconceptions) og aðrar hugmyndir (alterna-
tive conceptions) (Wandersee o.fl. 1994), en á íslensku er oftast talað um forhug-
myndir (Hafþór Guðjónsson 1991). Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að margar for-
hugmyndir reynast ótrúlega lífsseigar (Driver and Easley 1978, Driver o.fl. 1994a).
8 Síðar verður fjallað um hvað í starfi leikskólans gæti hafa haft áhrif á að hugmyndirnar barnanna
breyttust á meðan á rannsókninni stóð (Kristín Norðdahl, væntanleg).
32