Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Síða 37
KRISTIN NORÐDAHL
við þróun sem feli í sér breytingu á hugmyndum sem tengist saman í það sem þeir
kalla vistfræði hugtaksins. Það er skemmtileg samlíking að hugsa sér að hugmynd-
irnar séu eins og lífverur sem tengist og hafi samskipti við margt í umhverfinu. Vist-
fræði hugtaksins væri þá m.a. ýmis reynsla einstaklingsins sem hefði áhrif á mótun
hugmyndar, þekking hans á öðrum sviðum sem tengdist hugmyndinni, daglegt mál
sem tengdist hugmyndinni, frásagnir annars fólks og aðrar tengdar hugmyndir. Þeir
tala um að hugmyndirnar eigi sér þróunarsögu og það sé ekki síður mikilvægt fyrir
kennara að gera sér grein fyrir hvernig forhugmyndirnar verða til eins og að vita
hverjar þær eru. Jones o.fl. (2000) líkja kennurum við vistfræðinga sem rannsaki
hvernig og hvers vegna lífverur þróist í ákveðnu samfélagi lífvera. Kennararnir rann-
saki þá hvernig og hvers vegna ákveðin hugtök þróuðust með einstaklingum.
í rannsókninni sem hér er til umfjöllunar voru notaðar aðferðir sem hafa reynst
góðar (Pramling og Doverberg-Östberg 1986, Helldén 1992) til að komast að því
hvernig börn hugsa um ýmislegt í náttúrunni og oft má að því komast hvernig þess-
ar hugmyndir hafa orðið til.
RANNSÓKNARAÐFERÐ
Rannsóknin sem hér verður greint frá er byggð á eigindlegum rannsóknaraðferðum.
í slíkum rannsóknum er reynt að skoða og lýsa ákveðnu fyrirbæri vel en ekki er ætl-
unin að álykta að sú lýsing eigi við um aðra hópa (Gall o.fl. 1996). Rannsóknin var
framkvæmd í samvinnu við tvo reynda leikskólakennara og tóku öll fimm ára börn
á tilteknum leikskóla, 12 samtals, þátt í rannsókninni.
Rannsóknarspurningar
í rannsókninni var leitast við að svara eftirfarandi spurningum um hugmyndir barn-
anna:
• Hvernig þróast hugmyndir barnanna um hringrásir í náttúrunni?
• Hvernig þróast hugmyndir barnanna um lífsferil blómplantna?
Rannsóknarspurningarnar fela í sér að kanna þurfti hugmyndir barnanna um mörg
hugtök sem snerta hringrásir í náttúrunni og lífsferil plantna, misítarlega þó, eftir því
hve mikilvæg þau eru fyrir skilning á hringrásum og lífsferli plantna. Þetta eru hug-
tök eins og planta, blóm, fræ, dýr, vöxtur, sundrendur, niðurbrot, rotnun, mygla, upp-
gufun og þétting.
Skipulag rannsóknar
Rannsóknin var framkvæmd á eftirfarandi hátt:
1. Áður en verkefnið hófst í september tók ég viðtöl við börnin til að kanna hug-
myndir þeirra um þau viðfangsefni sem taka átti fyrir.
2. í framhaldi af því var náttúrufræðiverkefni unnið með börnunum þar sem reynt
var að ganga út frá hugmyndum barnanna og skipuleggja ýmsa nýja reynslu sem
35