Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 40
HUGMYNDIR LEIKSKÓLABARNA UM NÁTTÚRUNA
sem kæmi inn um glugga, eða reynslu af að aðrir ræktuðu plöntur í gluggum, eða þá
að þau gátu ekki gefið neina skýringu á því af hverju bjartir staðir væru betri til
plönturæktunar. Það kom því ekki á óvart, þegar þau voru spurð að því hvort hægt
væri að rækta plöntur í myrkri, að mörg þeirra sæju ekkert því til fyrirstöðu.
Hugmyndir flestra barnanna þróuðust frá því að hafa óljósa hugmynd um að það
væri betra fyrir plönturnar að vera í birtu áður en náttúrufræðiverkefnið hófst, yfir í
að gera sér grein fyrir því að birtan væri mikilvæg fyrir plöntur. í rannsókn Leach o.fl.
(1992) kom fram að um helmingur sex ára barna gerði sér grein fyrir því að birtan
væri mikilvæg fyrir plönturnar og það hlutfall breyttist lítið hjá eldri börnunum.
Niðurstöður Russell og Watt (1990) voru sambærilegar niðurstöðum þessarar rann-
sóknar, þar skilaði kennslan sér vel varðandi það hvort börnin áttuðu sig á mikilvægi
birtunnar.
Eftir náttúrufræðiverkefnið höfðu börnin mismunandi hugmyndir um mikilvægi
birtunnar. Hvers vegna börnunum þótti birtan mikilvæg var hins vegar mismunandi.
Sumir sögðu að plöntur þyrftu birtu til að lifa og aðrir sögðu að þær þyrftu birtu til
að búa til loft eða súrefni. Eitt barn sagði að plöntur þyrftu birtu til að búa til næringu
og nokkur sögðu að plöntur þyrftu birtu til að gera hvort tveggja, búa til næringu og
súrefni. Baldur sá þetta óvenjuljóst fyrir sér og svaraði spurningunni um hvort plönt-
ur þyrftu eitthvað annað en vatn og mold til að vaxa: „Birtuna, hún lætur pað (blóm-
ið) gera efni fyrir sig og súrefnifyrir okkur. Við öndum efninufyrir blómið,fyrir það, og þau
nd íbirtuna til aðgera súrefnifyrir okkur. ... Síðan öndum við þvífrá þér og þá tekur plant-
an það, síðan andar hún þvífrá sér og þá tökum við það. Það skiptist svona á."
Þegar niðurstöður úr öðru og þriðja viðtali eru bornar saman kemur margt óvænt
í ljós. Búast hefði mátt við að hugmyndir margra barna væru óstöðugar og að sú
þekking sem þau hefðu aflað sér í náttúrufræðiverkefninu væri ekki orðin þeirra og
að þau sýndu því minni þekkingu en í öðru viðtalinu. Það var tilfellið hjá sumum
börnunum. Þau lýstu hugmyndum sínum þannig að þær virtust óstöðugar, þau
sýndu minni þekkingu en áður en ekki var um að ræða að þau hefðu horfið aftur til
þeirra hugmynda sem þau höfðu áður en náttúruverkefnið hófst. Nokkur börn lýstu
hugmyndum sínum svipað í báðum þessum viðtölum. Önnur höfðu breytt hug-
myndum sínum á þessu tímabili. Hildur hafði t.d. sagt í öðru viðtalinu að plöntur
þyrftu birtu til að búa til súrefni en í þriðja viðtalinu sagði hún að plöntur þyrftu birtu
til að laufblöðin gætu búið til næringu, en þær byggju ekki til loft. í hennar tilfelli
voru því nýjar hugmyndir orðnar ríkjandi. í sumum tilfellum virtist sem skilningur
þeirra á samhenginu hafi aukist á þeim þremur mánuðum sem liðu frá því að
náttúrufræðiverkefninu lauk. Dæmi um slíkt má sjá af svörum Jóns en hann sagði í
öðru viðtali að plöntur þyrftu birtu til að lifa en í þriðja viðtalinu sagði hann að þær
þyrftu birtu til að gefa okkur loft.
Það er ljóst að hugmyndir barnanna um plöntur þróuðust þannig að þau fóru að
hugsa um plöntur sem framleiðendur en ekki aðeins sem neytendur. Flest þeirra töl-
uðu um að plöntur framleiddu súrefni og nokkur töluðu um að plöntur framleiddu
næringu eða yxu í birtu.
38