Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 42
HUGMYNDIR LEIKSKÓLABARNA UM NÁTTÚRUNA
gnæfði þá hugmynd að þær framleiddu súrefni eða börnin sæju einfaldlega ekki
tengslin þar á milli.
Það er ekki ólíklegt að börnin tengi þarfir plantna við eigin reynslu. Súrefnisfram-
leiðsla fellur ekki að reynsluheimi þeirra og þess vegna verður hugsunin um súr-
efnisþörfina ríkjandi. Þó voru dæmi þess að börnin tengdu saman súrefnisþörf og
súrefnisframleiðslu plantna og gátu notað hugmyndir sínar um það til að útskýra
hvernig plöntur gætu lifað í lokuðu keri. Stefanía sagði að plönturnar hefðu getað
lifað áfram vegna þess að þær: „Eru kannski búnar að gern það, súrefnið." Árni var eina
barnið sem talaði um það frá byrjun að plöntur framleiddu súrefni. í athugunum á
náttúrufræðiverkefninu kom fram að tilraunin með ræktun í lokuðu keri hefði greini-
lega styrkt þessa hugmynd hans. Það að þessi hugmynd skyldi ekki koma fram hjá
honum í öðru viðtalinu er trúlega vegna þess að hún hafi ekki verið orðin fastmótuð
í huga hans eða að ekki hafi tekist að laða hana fram þá. Hann lýsti þessu í þriðja við-
talinu mun skýrar en hin börnin gerðu, eða „Þær búa til súrefni, birtan lýsist inn og þær
búa til alltaf nýtt... handa sér sjdlfum núna,fyrst þnð ketnur ekki út."
Hugmyndir barnanna um hvernig dýr vaxi
Hugmyndir barnanna um það af hverju dýr vaxi tóku töluverðum breytingum milli
fyrsta og annars viðtals og voru þær nokkuð stöðugar eftir það. í fyrsta viðtalinu
komu fram þær hugmyndir að menn stækkuðu af efnum sem væru í þeim sjálfum,
að menn stækkuðu vegna þess að það teygðist á t.d. húðinni og að menn stækkuðu
af fæðunni. Þessi hugmynd, að dýr vaxi af efnum í líkamanum, hefur komið fram í
rannsóknum annarra (Leach o.fl.1992) og einnig sú hugmynd að dýr vaxi þannig að
það teygist á þeim (Russell og Watt 1990). Líkleg ástæða fyrir því að þau svöruðu
svona í fyrsta viðtalinu, en ekki í hinum tveimur, er sú að í fyrsta viðtalinu var spurt
um hvaðan þau efni kæmu sem þyrfti til að búa til meiri húð, stærri bein o.s.frv. Það
var greinilegt að þau hugsuðu sér ekki fæðu sem byggingarefni í nýja líkamsvefi. I
daglegu máli er oft talað um að það togni úr börnum og hugsanlega gæti það haft
áhrif á myndun þeirrar hugmyndar að það teygðist á manni þegar maður stækkaði.
I hinum viðtölunum var spurt hvernig ungar dýra gætu orðið að fullorðnum dýrum.
Þá sögðu svo til öll börnin að dýrin stækkuðu af ýmiss konar fæðu. Ekkert þeirra
minntist á að dýr stækkuðu af efnum í þeim sjálfum. Þetta er í samræmi við niður-
stöður annarra rannsókna (Driver o.fl. 1994a, Leach o.fl. 1992 og Russell og Watt
1990), að frá unga aldri hafi börn hugmynd um að fæða sé forsenda vaxtar en hugsi
sér ekki að fæðan sé efniviður í vöxtinn.
Hugmyndir barnanna um tengsl lífvera
Hugmyndir barnanna um tengsl lífvera voru athugaðar og flokkaðar eftir því hvern-
ig börnin sáu þau fyrir sér. Reynt var að meta hvort börnin sæju að lífverur í fæðu-
keðjum væru tengdar og að sumar lífverurnar væru háðar öðrum um fæðu beint eða
óbeint.
Börnin töluðu yfirleitt um lífverurnar í eintölu frekar en sem stofna lífvera. Það
sama kom einnig fram í rannsókn Leach o.fl. (1992). Hugmyndir þeirra um hver éti
40