Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Síða 45
KRISTÍN NORÐDAHl
sem ekki er það (Piaget 1969). Nokkur börn sögðu að mold myndaðist úr ýmsu úr
náttúrunni, svo sem steinum, sandi, leðju og vatni, en nefndu ekki að lífverur kæmu
þar við sögu. Helldén (1992) fékk einnig fram þær hugmyndir hjá níu ára börnum um
myndun moldar að hún hefði alltaf verið til. Þetta er hugmynd sem minnir á hug-
myndirnar um að guð hafi búið til moldina eða að hún vaxi.
í öðru viðtali voru enn þá nokkur börn sem töluðu um að guð eða menn byggju til
moldina en tvö þeirra áttu þar við moldargerð í safnhaug sem fjallað var um í nátt-
úrufræðiverkefninu. Eitt barn sagði að mold myndaðist úr moldinni og nokkur börn
töluðu um að moldin myndaðist úr laufum.
í þriðja viðtalinu voru nokkur börn sem töluðu um að menn byggju til mold og
áttu sum þeirra þar við moldargerð í safnhaug. Tvö börn sögðu að moldin yrði til úr
brúnu vatni, málningu eða sandi og steinum og önnur tvö að moldin yxi. Tvö börn
sögðu að moldin myndaðist úr laufum þegar ánamaðkar drægju þau ofan í moldina
og byggju til mold úr einhverjum efnum sem þeir ættu.
Það getur verið erfitt að sjá hvernig hugmyndirnar þróuðust. Þó má sjá að skýrari
hugmyndir koma fyrir í öðru og þriðja viðtali en í því fyrsta. Af þeim þremur börn-
um sem sögðu að mold myndaðist úr dauðum lífverum í fyrri viðtölum var hug-
myndin aðeins föst í sessi hjá einu þeirra í þriðja viðtalinu. Þá komu einnig tvö önn-
ur börn með þá hugmynd að moldin yrði til úr dauðum lífverum fyrir áhrif annarra
lífvera. 1 seinni viðtölunum kom einnig fram sú hugmynd að mold myndaðist í safn-
haugum. Það virðist vera að börnin hafi tvær ólíkar hugmyndir um manngerða
mold. Annars vegar er það mold sem þau geta ekki gert grein fyrir hvernig myndast
og hins vegar er það safnhaugsmoldin. Það er spurning hvort reynsla af safnhaugum
ýti undir forhugmyndir um að öll mold sé búin til af mönnum. Þó kom fram dæmi
um að kynni af safnhaug, og því sem þar gerist, hjálpaði til við að skilja það sem gerð-
ist úti í náttúrunni. Árni lýsti því hvernig moldin myndaðist: „Fólkið búa það til, en
það vera kannski sumar til bara sjálfar ... það lenda alltaf matarafgangar alls staðar." Þarna
hafði hann safnhauginn greinilega sem fyrirmynd. Þegar hann var spurður að því
livernig moldin gæti myndast ef það væru engir matarafgangar spurði hann: „Held-
urðu að músalyng gæti breyst?" Þannig að hann virtist ekki tengja moldarmyndun ein-
göngu við matarafganga heldur er hann farinn að hugsa sér einnig að ýmsar plöntur
geti breyst í mold úti í náttúrunni.
Líklega liafa hugmyndir barnanna um framangreind viðfangsefni ekki verið
tengdar, þannig að þau hugsuðu sér þetta sem hringrás, heldur hafa þetta verið
ótengdar hugmyndir. I þriðja viðtalinu velti Baldur þessu þó fyrir sér og reyndi að
tengja þetta saman. Hann sagði að þegar kisur í landi, sem hann teiknaði í þriðja við-
talinu, dæju þá breyttust þær í mold og þannig fengju blómin meiri mold. Þegar hann
var spurður um hvernig kisurnar gætu breyst í mold vitnaði hann í söguna um „Lion
King": „Þegar þeir deyja, þá hérna, þegar Simbi var lítill... sagði Simbi, étum við ekki anti-
lópur? Þá sagði Múfasa (faðir hans) jú Simbi, en síðan sagði hann, þegar við deyjum, breyt-
ist Itkaminn okkar f gras og antilópan e'tur grasið." Það var skemmtilegt að sjá hvernig
hann tengdi vandamálið með kettina við eitthvað sem hann hafði heyrt áður og
reyndi að nota það til að finna lausn sjálfur.
43